Ársæll Halldórsson (bóndi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ársæll Halldórsson og Sigrún Runólfsdóttir.

Ársæll Halldórsson frá Hafursholti í Holtahreppi, Rang., sjómaður, ráðsmaður, bóndi fæddist þar 29. desember 1884 og lést 4. nóvember 1944.
Foreldrar hans voru Halldór Hinriksson bóndi í Hafursholti, f. 9. nóvember 1841 í Ölversholti, d. 7. maí 1898, og bústýra hans, síðar bóndi í Marteinstungu Ragnhildur Halldórsdóttir, f. 24. ágúst 1858 í Marteinstungu, d. 13. október 1923.

Þau Sigrún voru í sambúð, bjuggu í Eyjum um skeið kringum 1930, eignuðust Hauk í Steini 1930, voru síðan húshjón á Árbæ í Holtum, þar sem Ársæll var vinnumaður og síðar ráðsmaður á búi Guðlaugar Ólafsdóttur. Þau Sigrún reistu nýbýlið Heiðarbrún í Holtahreppi 1938 og bjuggu þar.
Ársæll lést 1944 og Sigrún 1973.

I. Sambúðarkona Ársæls var Sigrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1891 í Nýjabæ í Meðallandi, V.-Skaft., d. 14. desember 1973 á Vífilsstöðum.
Barn þeirra:
1. Haukur Ársælsson rafvirkjameistari, f. 1. október 1930 í Steini við Vesturveg 10 (nú Miðstræti 15).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.