Brynja Hlíðar (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Brynja Hlíðar.

Brynja Gunnarsdóttir Hlíðar hjúkrunarfræðingur fæddist 16. september 1943 að Krossum á Árskógsströnd, Eyj.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.

Börn Ingunnar og Gunnars::
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Gunnarsdóttir Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson, látinn.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.

Brynja var með foreldrum sínum, á Steinsstöðum og við Fífilgötu 2, síðar í Borgarnesi, en faðir hennar lést, er hún var á fimmtánda árinu.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, nam í Lýðháskólanum í Kungälv í Svíþjóð 1961-1962, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1976.
Brynja var hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Borgarspítalans frá október 1976 til 1980, deildarstjóri á geðdeild Landspítalans janúar 1981 til 1984, hjúkrunarfræðingur 1984 til 1986, á skurðdeild 1986 til 1989, á krabbameinsdeild Landspítalans frá maí 1989 til 2016.
Þau Hörður giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn
Hörður lést 1993.

I. Maður Brynju, (1. desember 1962), var Kristmann Hörður Árnason framkvæmdastjóri og verslunarmaður, f. 28. júní 1940, d. 22. júlí 1993. Foreldrar hans voru Árni Jóhannsson klæðskeri, f. 12. ágúst 1906, d. 10. janúar 1980, og Huld Kristmannsdóttir húsfreyja, aðstoðarmaður á röntgendeild Vífilsstaðaspítala, f. 19. febrúar 1917, d. 10. maí 2010.
Börn þeirra:
1. Jóhann Hlíðar Harðarson viðskiptafræðingur, býr á Spáni, f. 13. apríl 1963. Fyrrum kona hans María Björg Klemensdóttir. Sambúðarkona hans Rakel Sara Magnúsdóttir.
2. Árni Harðarson lögmaður, f. 5. ágúst 1966. Kona hans Anna Margrét Jónsdóttir.
3. Hörður Harðarson markaðsfræðingur, f. 26. júní 1972. Fyrrum kona hans Guðríður Matthíasdóttir. Kona hans Anna Margrét Einarsdóttir.
4. Brynjar Skjöldur Harðarson deildarstjóri, f. 17. desember 1978. Kona hans Agla Ragna Úlfarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Brynja.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.