Óli Jóhann Pálmason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óli Jóhann Pálmason.

Óli Jóhann Pálmason rafvirkjameistari fæddist 8. júlí 1952 í Sólhlíð 8 og lést 2. febrúar 2010 í Svíþjóð.
Foreldrar hans Pálmi Skagfjörð Rögnvaldsson rafvirkjameistari, f. 12. október 1928 á Akureyri, d. 4. janúar 2014, og kona hans Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1929 í Gröf á Höfðaströnd, d. 14. september 2019.

Börn Sigríðar og Pálma:
1. Óli Jóhann Pálmason rafvirki, f. 8. júlí 1952, d. 2. febrúar 2010. Fyrrum kona hans Birna Lárusdóttir. Fyrrum kona hans Sigurrós Einarsdóttir. Barnsmóðir Heiða Björk Reimarsdóttir.
2. Hrönn Pálmadóttir, f. 14. nóvember 1954. Maður hennar Sævar Guðbjörnsson.
3. Rögnvaldur Pálmason, f. 5. júní 1960. Kona hans Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir.
4. Örn Pálmason, f. 11. júní 1962. Kona hans Anna Karen Káradóttir.

Óli var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim ungur til Reykjavíkur.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Meistari hans Pálmi S. Rögnvaldsson. Hann lauk sveinsprófi 1974, fékk síðar meistararéttindi. Hann vann við iðn sína.
Þau Birna giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigurrós giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Heiða Björk eignuðust eitt barn.
Þau Þuríður Guðný eignuðust eitt barn.
Óli flutti til Svíþjóðar og bjó þar síðustu 15 ár sín.
Hann lést þar 2010.

I. Kona Óla, skildu, var Birna Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. júlí 1949 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Lárus Jónsson organisti, söngkennari í Hafnarfirði, f. 25. mars 1896 á Giljum í Mýrdal, d. 15. apríl 1975, og síðari kona hans Karólína Kristín Björnsdóttir, f. 22. nóvember 1919 á Hlíðarenda, d. 29. mars 1999.
Barn þeirra:
1. Sigríður Anna Óladóttir, f. 28. desember 1975.

II. Kona Óla var Sigurrós Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1950 í Reykjavík, d. 3. ágúst 2009. Foreldrar hennar voru Einar Oddberg Sigurðsson sjómaður, f. 3. október 1916 í Hafnarfirði, d. 23. október 1997, og kona hans Unnur Dagmar Katrín Rafnsdóttir Júlíusar Símonarsonar húsfreyja, f. 16. september 1914, d. 27. desember 1993.
Barn þeirra:
2. Óli Jóhann Ólason, f. 4. ágúst 1984.

III. Barnsmóðir Óla er Heiða Björk Reimarsdóttir Charlessonar bóndi á Hallbjarnarstöðum II í Skriðdal, S.-Múl., f. 29. mars 1955 í Eyjum.
Barn þeirra:
3. Arnar Karl Ólason, f. 9. apríl 1974.

IV. Barnsmóðir Óla er Þuríður Guðný Ingvarsdóttir, f. 30. júní 1956.
Barn þeirra:
4. Jóhanna Björg Óladóttir, f. 22. ágúst 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 13. maí 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.