Sigmundur R. Finnsson (Uppsölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigmundur Ragnar Finnsson.

Sigmundur Ragnar Finnsson frá Uppsölum, loftskeytamaður, hákarlaveiðimaður, iðnrekandi fæddist 19. júlí 1923 og lést 28. maí 1977.
Foreldrar hans voru Finnur Jósef Sigmundsson verkamaður, f. 29. janúar 1889 í Uppsölum, d. 25. ágúst 1966, og kona hans Þórunn Soffía Einarsdóttir frá Nýjabæ í Bakkafirði í N-Múl., húsfreyja, f. 17. apríl 1898, d. 20. nóvember 1970.

Börn Þórunnar og Finns:
1. Flosi Finnsson skipasmíðameistari, f. 2. júní 1922, d. 4. apríl 1986.
2. Sigmundur Ragnar Finnsson, sjómaður, síðar iðnrekandi í Melbourne í Ástralíu, f. 19. júlí 1923, d. 28. maí 1977. Kona hans var Cynthia Margreth Finnsson, f. 1928. Sonur þeirra Finnur William, f. 15. maí 1959.
3. Steina Margrét Finnsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1926, d. 18. nóvember 2017. Maður hennar er Friðrik Haraldsson bakarameistari frá Sandi.
Fóstursonur Finns og Þórunnar er
4. Jón Bergmann Júlíusson trémíðameistari í Keflavík, f. 5. september 1939. Hann er bróðursonur Þórunnar.

Sigmundur var með foreldrum sínum.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1940, lauk loftskeytaprófi 1948.
Sigmundur stundaði sjómennsku á togurum og varðskipum til 1952, en flutti þá til Ástarlíu. Hann stundaði ýmis störf í fyrstu, en hóf síðan hákarlaútgerð í Port Albert, fyrst með öðrum Íslendingi, en síðan einn. Síðustu árin rak hann brauðgerð í Melbourne ásamt konu sinni.
Þau Cynthia giftu sig, eignuðust eitt barn.
Sigmundur Ragnar lést 1977.

I. Kona Sigmundar var Cynthia Margreth Finnsson húsfreyja, iðnrekandi, f. 1928.
Barn þeirra:
1. Finnur William Sigmundsson, f. 15. maí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.