Sigbjörn Guðjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigbjörn Guðjónsson bóndi, póstur fæddist 14. júní 1918 á Búðum í Fáskrúðsfirði og lést 22. október 1947.
Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, f. 15. mars 1892, d. 25. apríl 1979, og kona hans Ólafía Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1892, d. 25. júní 1964.

Sigbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fór til Eyja, var vinnumaður í Dölum. Kristín fæddi Margréti þar 1936.
Þau fluttu að Hafranesi við Reyðarfjörð um 1937 og að Vattarnesi 1940, bjuggu á Marbakka á Vattarnesi. Sigbjörn var þar bóndi og póstur.
Þau Kristín giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Hafranesi í fyrstu, en síðan á Vattarnesi.
Sigbjörn lést af slysaskoti 1947.
Kristín bjó ekkja um skeið, en giftist aftur 1956. Hún lést 1994.

I. Kona Sigbjörns, (30. nóvember 1941), var Kristín Jónsdóttir, húsfreyja, f. 14. júlí 1913 í Reykjavík, d. 9. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Margrét Sigbjörnsdóttir, f. 26. mars 1936, d. 25. desember 2017. Barnsfaðir hennar Sigurdór Sigurdórsson. Maður hennar Guðmundur Óli Ólafsson.
2. Bjarnveig Sigbjörnsdóttir, f. 21. apríl 1042, d. 19. mars 1990. Maður hennar Einar Brynjólfsson.
3. Magnús Jón Sigbjörnsson, f. 27. maí 1944. Kona hans Þóra Gréta Pálsdóttir.
4. Guðleif Sigbjörnsdóttir, f. 2. janúar 1947. Fyrri maður hennar Steinþór Þórormsson. Maður hennar Jón Már Smith.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.