Sólveig Jónasdóttir (Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólveig Jónasdóttir frá Teigi í Fljótshlíð, húsfreyja á Hrauni fæddist þar 16. apríl 1850 og lést 14. febrúar 1937.
Foreldrar hennar voru Jónas Ólafsson, þá sonur bændanna á Teigi, bóndi þar 1860, f. 9. júní 1821, d. 17. febrúar 1874, og Ingveldur Jónsdóttir, þá vinnukona á Teigi í Fljótshlíð, síðar bústýra þar, f. 4. apríl 1808, d. í október 1878.

Sólveig var með foreldrum sínum á Teigi 1855 og 1860. Hún var vinnukona í Árkvörn í Fljótshlíð 1870, eignaðist tvö börn með Auðunni Jónssyni 1877 og 1879, var vinnukona á Teigi 1880, í Odda á Rangárvöllum 1890, hjú á Þingholtsstræti 27 í Reykjavík 1901.
Sólveig fluttist úr Reykjavík til Eyja 1902.

I. Barnsfaðir Sólveigar var Auðunn Jónsson bóndi á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. 1. apríl 1858, d. 6. maí 1937.
Börn þeirra:
1. Páll (eldri) Auðunsson bóndi í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, f. 13. október 1877, d. 15. nóvember 1951. Kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.
2. Ólafur Auðunsson í Þinghól, útvegsbóndi, f. 29. maí 1879 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 31. maí 1942. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.

II. Maður Sólveigar, (20. janúar 1905), var Jón Einarsson útgerðarmaður, bóndi, bókavörður, f. 26. mars 1851 á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum, d. 3. ágúst 1924.
Þau voru barnlaus, en börn Jóns og Þórunnar Þorsteinsdóttur fyrri konu hans voru:
1. Ísleifur Jónsson vinnumaður, f. 14. febrúar 1878, d. 31. ágúst 1896, fórst í jarðskjálftunum.
2. Þorsteinn Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási, f. 14. október 1880, d. 25. mars 1965.
3. Einar Jónsson vinnumaður á Krossi í Landeyjum, f. 23. janúar 1883, d. í apríl 1903, ókvæntur.
4. Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Melstað, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
5. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974, gift Ara Magnússyni fiskkaupmanni.
6. Sigurður Jónsson, f. 4. október 1892, d. 13. október 1892.
7. Drengur, f. andvana 28. desember 1897.
Jón lést 1924 og Sólveig 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.