Ragnhildur Sveinsdóttir (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Sveinsdóttir vinnukona í Gerði fæddist 1792 í Hvolhreppi og lést 5. júlí 1864 í Háfssókn í Djúpárhreppi, Rang.
Foreldrar hennar voru Sveinn Þórarinsson bóndi á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, f. 8. júlí 1759, d. 5. nóvember 1820, og fyrrikona hans Svanhildur Hansdóttir húsfreyja, f. 1761, d. 25. júlí 1814.

Systir Ragnhildar var Ástríður Sveinsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1800, d. 4. nóvember 1863.

Ragnhildur var hjá foreldrum sínum á Efra-Hvoli 1795, var í fóstri á Litla-Hofi á Rangárvöllum 1801.
Hún var ógift vinnukona í Stakkagerði 1814, í Gerði 1815-1816 og á Löndum við fæðingu Svanhildar 1817.
Tími brottfarar hennar úr Eyjum er ókunnur.
Ragnhildur var 43 ára vinnukona í Dísukoti í Djúpárhreppi í Holtum 1835 og vann fyrir 7 ára barni sínu Jóni Jónssyni.
Hún var húsfreyja á Skinnum (býlið Skinnar) í Djúpárhreppi 1840, kona Guðmundar Ormssonar bónda, ekkja með grasnyt í Dísukoti 1845. Þar var hún enn 1855 „lifir af handafla sínum“ og þar var Jón Jónsson vinnumaður 27 ára, líklega sonur hennar.
Hún var 69 ára á Horni í Djúpárhreppi 1860, „ lifir af eigum sínum“. Á Horni bjó þá Filippus Bjarnason og þar var sonur hans Árni Filippusson 5 ára. Ragnhildur finnst ekki 1870.

I. Barnsfaðir Ragnhildar í Eyjum var Eiríkur Gunnlaugsson, kvæntur maður, ókunnur.
Barnið var
1. Svanhildur Eiríksdóttir, f. 7. nóvember 1817, d. 14. nóvember 1817 úr „Barnaveiki“.

II. Barnsfaðir hennar var Jón.
Barn þeirra var
2. Jón Jónsson vinnumaður, f. 1828.

III. Maður Ragnhildar var Guðmundur Ormsson bóndi á Skinnum í Holtum, f. 1779, d. 21. júní 1842. Ragnhildur var síðari kona hans.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.