Ragnar Lárusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Lárusson.

Ragnar Lárusson frá Brúarlandi í Mosfellssveit, sjómaður, teiknari, blaðamaður, kennari, rithöfundur fæddist 13. desember 1935 og lést 31. desember 2007.
Foreldrar hans voru Ragnar Lárus Björgvin Halldórsson skólastjóri, f. 29. maí 1899, d. 27. mars 1974, og kona hans Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1899, d. 8. nóvember 1970.

Ragnar lauk námi í Handíða- og myndlistarskólanum, stundaði einkanám hjá Gunnari Gunnarssyni listmálara.
Hann var sjómaður um skeið, réri með Ása í Bæ, var blaðamaður, m.a. á Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum, Vísi og Dagblaðinu. Hann gaf meðal annars út skopritið Spegilinn með Ása. Á Vísi skóp hann teiknifígúruna Bogga blaðamann. Hann vann síðan við auglýsingagerð og kennslu í mynd- og handmennt, hélt fjölda einka- og samsýninga. Þá teiknaði hann og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, skapaði sjö barnabækur um Mola litla flugustrák og einnig gerði hann fyrstu hreyfimynd í íslensku sjónvarpi, um Valla víking.
Ragnar var liðtækur frjálsíþróttamaður, varð m.a. drengjameistari í stangarstökki og stundaði golf og sinnti trúnaðarstörfum fyrir golfklúbbana, sem hann var félagi í.
Þau Ólöf giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðrún bjuggu saman við Hásteinsveg 48, eignuðust þrjú börn, en gáfu eitt þeirra til ættleiðingar.
Þau Kristín giftu sig, eignuðust eitt barn.

I. Kona Ragnars, (skildu), er Ólöf Effa Jónsdóttir hjúkrunarritari, f. 28. maí 1943. Foreldrar hennar Jón Eðvald Guðmundsson, f. 26. október 1893, d. 10. júní 1974, og Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 22. júní 1903, d. 17. maí 1946.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 23. september 1963.
2. Ragnar Kári Ragnarsson, byggingafræðingur, f. 2. apríl 1965.

II. Sambúðarkona Ragnars, skildu, er Guðrún Gísladóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, f. 3. nóvember 1938.
Börn þeirra:
3. Gísli Ragnarsson vélvirki, f. 29. maí 1957 í Héðinshöfða. Kona hans Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, verslunarmaður.
4. Ásdís Ragnarsdóttir læknaritari, f. 26. nóvember 1958 á Hásteinsvegi 48. Hún var ættleidd af Viggó Valdimarssyni og Klöru Bergþórsdóttur. Maður hennar Steinar Guðmundsson.
5. Kristín Lára Ragnarsdóttir, bókasafnsfræðingur, f. 3. september 1961 í Héðinshöfða. Maður hennar Tómas Örn Stefánsson, flugvirki.

III. Kona Ragnars er Kristín Pálsdóttir teymisstjóri, f. 11. nóvember 1950. Foreldrar hennar, stjúpfaðir, Hjörtur Pálsson, skáld, og Steinunn Sveinsdóttir Bjarman, f. 7. október 1928.
Barn þeirra:
6. Freyja Ragnarsdóttir, birtingarráðgjafi, f. 7. febrúar 1975. Maður hennar Örvar Daði Marinósson, viðskiptafræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.