Ragna Klara Björnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragna Klara Björnsdóttir.

Ragna Klara Björnsdóttir frá Kirkjuhól við Bessastíg 4, húsfreyja, vinnukona, ræstitæknir fæddist þar 31. maí 1924 og lést 19. júní 2009 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Björn Ketilsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, sjómaður, verkamaður, húsasmíðameistari, f. 24. ágúst 1896, d. 24. apríl 1982, og kona hans Ólöf Guðríður Árnadóttir frá Skammadalshóli í Mýrdal, húsfreyja, f. 23. febrúar 1884, d. 17. mars 1972.

Börn Ólafar og Björns:
1. Halldór Guðjón Björnsson, f. 17. júlí 1921 á Sælundi, d. 2. ágúst 1921.
2. Ragnhildur Björnsdóttir, f. 1. desember 1922 í Nikhól, d. 1. ágúst 1923.
3. Ragna Klara Björnsdóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Kirkjuhól, d. 19. júní 2009.
4. Árni Gunnar Björnsson vélvirki, f. 24. október 1925 á Fögruvöllum, d. 17. febrúar 2007.
5. Óskar Björnsson, f. 31. mars 1927, d. 1. apríl 1927.
6. Halldór Guðjón Björnsson verkalýðsleiðtogi, f. 16. ágúst 1928, d. 8. febrúar 2019.
Fósturbarn þeirra:
1. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir frá Stapa, húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.

Ragna Klara var með foreldrum sínum, á Kirkjuhól, Fögruvöllum, flutti með þeim til Stokkseyrar 1927 og á Seltjarnarnes 1930, bjó með þeim í Reykjavík.
Hún vann síðar utan heimilis, sá um heimilishald fyrir hjón í 30 ár, síðan vann hún við ræstingar hjá Landmælingum Íslands.
Þau Ólafur Jón hófu búskap, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu með foreldrum Rögnu Klöru, en síðan í eigin íbúð að Ásvallagötu 61, en fluttu í Kópavog 1965.
Ólafur Jón lést 1977 og Ragna Klara 2009.

I. Maður Rögnu Klöru var Ólafur Jón Guðbjörnsson vélvirki, f. 27. mars 1921, d. 31. mars 1977. Foreldrar hans voru Guðbjörn Þorleifsson, f. 9. ágúst 1884, d. 5. júlí 1958, og Sæunn Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1889, d. 8. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Kristján Jónsson.
2. Ólöf Birna Ólafsdóttir, f. 9. október 1949, d. 14. nóvember 2004. Maður hennar Skúli Heiðar Óskarsson.
3. Guðbjörn Karl Ólafsson, f. 17. júní 1953. Barnsmóðir hans Elísabet Kolbeinsdóttir. Barnsmóðir hans Magdalena Kristín Bragadóttir. Sambúðarkona hans Guðný Ólöf Þorvaldsdóttir.
4. Þorbjörg Ólafsdóttir, f. 2. október 1960. Barnsfaðir hennar Magnús Geir Sigurgeirsson. Barnsfaðir hennar Viðar Pétursson. Barnsfaðir hennar Gunnar Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.