Björn Ketilsson (Kirkjuhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björn Ketilsson frá Ketilsstöðum í Mýral, sjómaður, síðar trésmíðameistari fæddist þar 21. ágúst 1896 og lést 24. apríl 1982.
Foreldrar hans voru Ketill Ketilsson bóndi, f. 6. febrúar 1845 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 2. janúar 1945 á Ketilsstöðum, og fyrri kona hans Ragnhildur Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1866 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. í október 1897 á Ketilsstöðum.

Börn Ketils í Eyjum:
Með fyrri konu sinni Ragnhildi Björnsdóttur:
1. Björn Ketilsson, f. 1896.
Með síðari konu sinni Arnfríði Björnsdóttur:
2. Brynheiður Ketilsdóttir húsfreyja í Norður-Gerði, f. 4. ágúst 1907, d. 11. janúar 2005.
Systir Ketils Ketilssonar:
1. Þórunn Ketilsdóttir, Tóta í Uppsölum, f. 28. apríl 1865, d. 10. desember 1953.

Björn var á Ketilsstöðum til 1919, vinnumaður þar 1919-1920.
Hann flutti til Eyja 1920, var sjómaður og verkamaður þar, húsamiður á Bergi á Seltjarnarnesi 1930, síðar húsasmíðameistari í Reykjavík.
Þau Ólöf giftu sig 1921, eignuðust sex börn en misstu þrjú þeirra ung. Auk þess fóstruðu þau barn. Þau bjuggu á Sælundi, í Nikhól, á Kirkjuhól og Fögruvöllum, flutti til Stokkseyrar 1927 og á Seltjarnarnes 1930, bjuggu síðan í Reykjavík.
Ólöf lést 1972 og Björn 1982.

I. Kona Björns, (27. janúar 1921), var Ólöf Guðríður Árnadóttir frá Skammadalshóli í Mýrdal, húsfreyja, f. 23. febrúar 1884, d. 17. mars 1972.
Börn þeirra:
1. Halldór Guðjón Björnsson, f. 17. júlí 1921 á Sælundi, d. 2. ágúst 1921.
2. Ragnhildur Björnsdóttir, f. 1. desember 1922 í Nikhól, d. 1. ágúst 1923.
3. Ragna Klara Björnsdóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Kirkjuhól, d. 19. júní 2009.
4. Árni Gunnar Björnsson vélvirki, f. 24. október 1925 á Fögruvöllum, d. 17. febrúar 2007.
5. Óskar Björnsson, f. 31. mars 1927, d. 1. apríl 1927.
6. Halldór Guðjón Björnsson verkalýðsleiðtogi, f. 16. ágúst 1928, d. 8. febrúar 2019.
Fósturbarn þeirra:
7. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir frá Stapa, húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.