Ríkarður Sigmundsson
Ríkarður Sigmundsson frá Vinaminni, rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, kaupmaður fæddist 7. janúar 1914 í Lambhaga og lést 28. desember 1995 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Sigmundur Jónsson trésmiður, sjómaður, vélstjóri, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930, og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.
Börn Sigmundar og hálfsystkin Ríkarðs:
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar á Dalvík, f. 20. desember 1899 á Seyðisfirði, d. 30. nóvember 1941. Hann var tökubarn í Garðhúsum 1910.
2. Adólf Sigmundsson, f. 27. janúar 1901, d. 2. febrúar 1903.
3. Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1902, d. 16. október 1955, ókv.
4. Anna Sigmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 30. janúar 1905 á Nesi í Norðfirði, d. 27. ágúst 1971.
Börn Sólbjargar og Sigmundar:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.
Ríkarður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Unglingaskóla Vestmannaeyja, lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, tók sveinspróf 1934. Meistari hans var Eiríkur Ormsson.
Ríkarður vann hjá Bræðrunum Ormsson 1935-1941. Hann var einn af stofnendum Raftækjaverslunarinnar Ekko 1941 og starfaði þar frá 1941, en gekk í samstarf við hálfbróður sinn Guðmund Sigmundsson um sölu og þjónustu siglinga- og fiskileitartækja og rak fyrirtækið í eigin nafni eftir lát hans 1955-1971.
Hann stofnaði ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið R. Sigmundsson hf. 1971 og stýrði því til 1985.
Ríkarður var í stjórn Rafvirkjafélags Reykjavíkur á árunum 1936-1939 og formaður 1939, í stjórn Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík, í prófnefnd rafvélavirkja, meðdómandi í Siglingadómi og í ritnefnd Tímarits rafvirkja um tíu ára skeið.
Þau Karítas giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn.
Ríkarður lést 1995 og Karítas 2001.
I. Kona Ríkarðs, (5. október 1935), var Karítas Karlsdóttir frá Hafsteini á Stokkseyri, húsfreyja, f. 12. mars 1914, d. 18. maí 2001. Foreldrar hennar voru Karl Frímann Magnússon útvegsbóndi, skósmiður, f. 5. október 1886 á Beinateigi á Stokkseyri, d. 30. janúar 1944, og fyrri kona hans Margrét Bjarnadóttir frá Sandhólaferju í Ásahreppi, húsfreyja, f. 30. ágúst 1888, d. 5. janúar 1919.
Börn þeirra:
1. Trausti Ríkarðsson rafmagnsverkfræðingur hjá R.Sigmundsson hf., f. 2. september 1935. Kona Þyrí Laxdal Bernharðsdóttir.
2. Margrét Ríkarðsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1937. Maður Úlfar Haraldsson, verkfræðingur.
3. Sigmundur Karl Ríkarðsson rafvélavirki, f. 29. júní 1943. Kona hans Hildur Gréta Jónsdóttir.
4. Linda Sólbjörg Ríkarðsdóttir flugfreyja, fjármálastjóri, f. 20. október 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.