Hrefna Sigmundsdóttir (Vinaminni)
Hrefna Sigmundsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1922 og lést 16. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson trésmiður, sjómaður, vélstjóri, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930, og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.
Fósturforeldrar Hrefnu voru Páll Bjarnason skólastjóri, f. 26. júní 1884, d. 5. desember 1938, og kona hans Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
Börn Sigmundar og hálfsystkin Hrefnu:
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar á Dalvík, f. 20. desember 1899 á Seyðisfirði, d. 30. nóvember 1941. Hann var tökubarn í Garðhúsum 1910.
2. Adólf Sigmundsson, f. 27. janúar 1901, d. 2. febrúar 1903.
3. Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1902, d. 16. október 1955, ókv.
4. Anna Sigmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 30. janúar 1905 á Nesi í Norðfirði, d. 27. ágúst 1971.
Börn Sólbjargar og Sigmundar:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.
Hrefna var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var á níunda árinu.
Hún var fósturbarn Dýrfinnu Gunnarsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar skólastjóra 1934 og síðar. Eftir lát Páls 1938 fluttust Dýrfinna og Hrefna í til Reykjavíkur, bjuggu í fyrstu í Skerjafirði, fluttu 1946 að Sundlaugarvegi 7 . Dýrfinna lést 1979.
Þau Karl eignuðust þrjú börn.
Karl lést 1993 og Hrefna 2013.
I. Maður Hrefnu var Karl Guðmundsson verkstjóri, kjötmatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1907, d. 11. september 1993. Foreldrar hans voru Guðmundur Andrésson frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu, bóndi í Laxholti og á Ferjubakka í Borgarfirði, síðar í Borgarnesi og Reykjavík, f. 31. október 1870, d. 3. janúar 1969, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir frá Vatni í Haukadal, Dal., húsfreyja, f. 2. september 1877, d. 26. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Páll Karlsson trésmiður, f. 25. apríl 1958. Kona hans er Elva Önundardóttir.
2. Guðmundur Dýri Karlsson verktaki, rekur fyrirtækið Fasteignaviðhald, f. 3. janúar 1959. Kona hans er Magnea Þuríður Ingvarsdóttir.
3. Sigrún Sif Karlsdóttir kennari, f. 31. júlí 1964. Maður hennar er Már Guðlaugsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.