Rósa Kristinsdóttir (Eystri-Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Júlía Rósa Kristinsdóttir.

Júlía Rósa Kristinsdóttir frá Eystri Löndum, verslunarkona fæddist þar 1. júlí 1924 og lést 29. mars 2001 á sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Kristinn Sigurðsson frá Eystri-Löndum, verkamaður, f. 21. apríl 1890 á Löndum, d. 4. mars 1966, og kona hans Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, d. 9. desember 1968.

Börn Oktavíu og Kristins:
1. Ásta Jóhanna húsfreyja, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006, gift Garðari Sigurjónssyni veitustjóra, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Lilja Kristinsdóttir, f. 7. mars 1918, d. 22. mars 1918.
3. Sigurður Yngvi hafnarvörður, f. 11. júní 1919, d. 8. apríl 2003, kvæntur Guðbjörgu Bergmundsdóttur húsfreyju, f. 16. nóvember 1922, d. 10. október 2014.
4. Sigrún Lilja, f. 29. mars 1921, d. 5. nóvember 2007.
5. Júlía Rósa, f. 1. júlí 1924, d. 29. mars 2001.
Barn Oktavíu og Kristins Ástgeirssonar:
6. Jóhann, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985. Kona hans Sigríður Hildur Þórðardóttir.

Rósa var með foreldrum sínum í æsku og bjó á Eystri-Löndum meðan fært var, bjó síðast á Foldahrauni 40d.
Hún var einn vetur í Gagnfræðaskólanum, lærði í Kvennaskólanum á Blönduósi einn vetur.
Rósa vann skrifstofu- og verslunarstörf. Á Gostímanum 1973 vann hún í eldhúsi Landspítalans.
Hún var ógift og barnlaus.
Júlía Rósa lést 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.