Margrét Helgadóttir (Vestari-Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Helgadóttir á Vestari-Uppsölum, húsfreyja, nuddari fæddist 9. júlí 1968 í Danmörku.
Foreldrar hennar voru Jónína Ármannsdóttir, frá Laufholti, húsfreyja, f. 3. febrúar 1949, d. 24. nóvember 1984, og barnsfaðir hennar Helgi Sylvester Wehage, f. 12. ágúst 1945 í Danmörku.

Börn Jónínu og Róberts Viðars Hafsteinssonar:
1. Árni Gunnar Róbertsson rafmagnsverkfræðingur, f. 2. júní 1972. Barnsmóðir hans Margrét Gísladóttir. Barnsmóðir hans Nair Dos Anjos Quental. Kona hans Rosangela Santana Da Silva.
2. Hafsteinn Róbertsson vél- og rekstrariðnfræðingur, f. 8. nóvember 1974. Kona hans Elín Gíslína Steindórsdóttir.

Þau Eyþór eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Sigurður Óli hófu sambúð, eignuðust tvö börn.

I. Fyrrum maður Margrétar er Eyþór Þórðarson, f. 14. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Ingi Rafn Eyþórsson, f. 14. nóvember 1987 í Eyjum.
2. Eyrún Eva Eyþórsdóttir, f. 24. ágúst 1992 í Eyjum.

II. Sambúðarmaður Margrétar er Sigurður Óli Hauksson, lögfræðingur, f. 28. apríl 1972.
Börn þeirra:
3. Amalía Ósk Sigurðardóttir, f. 2. ágúst 1997 í Eyjum.
4. Agnes Emma Sigurðardóttir, f. 14. ágúst 2000 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.