Margrét Þorleifsdóttir (Oddakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Þorleifsdóttir frá Tjörnum u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Oddakoti í A-Landeyjum, síðar vinnukona í Þorlaugargerði fæddist 23. júlí 1842 á Tjörnum og lést 17. ágúst 1922 í Þorlaugargerði.

Faðir Margrétar var Þorleifur bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 1799, d. 3. desember 1879, Jónsson bónda á Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1754, d. 29. apríl 1804, Gottsveinssonar bónda á Þórunúpi í Hvolhreppi, f. 1717, d. 19. júní 1766, Jónssonar, og konu Gottsveins, Ólafar húsfreyju, f. 1719, d. 1. september 1803, Gísladóttur.
Móðir Þorleifs á Tjörnum og kona Jóns Gottsveinssonar var Signý húsfreyja, f. 1762, d. 16. apríl 1835, Þorleifsdóttir.

Móðir Margrétar í Þorlaugargerði og kona Þorleifs var Guðrún húsfreyja á Tjörnum, f. 2. nóvember 1811, d. 1. ágúst 1885, Þorleifsdóttir bónda í Hólmum í A-Landeyjum, f. 2. ágúst 1789 í Hólmum, drukknaði 4. júní 1833 á ferð til Eyja, Árnasonar bónda og hreppstjóra í Hólmum, f. 1749, d. 6. ágúst 1800, Þorleifssonar, og konu Árna, Ólafar húsfreyju og bónda í Hólmum til 1808, f. 1746 í Sigluvík, d. 10. september 1825 í Hólmum, Magnúsdóttur.
Móðir Guðrúnar Þorleifsdóttur á Tjörnum og kona Þorleifs var Kristín húsfreyja í Hólmum 1845, f. 1781, d. 2. apríl 1852, Hreinsdóttir bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1733, d. 25. janúar 1787, Guðmundssonar og konu Hreins, Katrínar húsfreyju og bónda þar til 1789, f. 1737 í Hólmum, d. 29. janúar 1817 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, Magnúsdóttur.

Systir Margrétar Þorleifsdóttur var Katrín Þorleifsdóttir húsfreyja í Draumbæ.

Guðrún móðir Margrétar var systir Önnu Þorleifsdóttur húsfreyju á Tjörnum u. Eyjafjöllum.
Dætur Önnu í Eyjum voru:
1. Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dal, kona Magnúsar Þórðarsonar útgerðarmanns og formanns og Jóns Guðnasonar útgerðarmanns í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi.
2. Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, kona Árna Sigurðssonar.
3. Kristólína Bergsteinsdóttir húsfreyja á Hjalla, kona Sveins P. Schevings bónda, hreppstjóra og lögreglumanns.

Margrét var húsfreyja og bóndi í Austurbænum í Oddakoti 1878-1905.
Sigurður maður hennar drukknaði við Eyjar 1893, en Margrét bjó þar áfram til 1905, var húskona þar 1905-1908, en bjó í Skíðbakkahjáleigu 1908 til 1922.
Hún fluttist að Þorlaugargerði, var vinnukona þar, er hún lést.

Maður Margrétar, (29. október 1881), var Sigurður Gíslason bóndi, f. 10. mars 1850, drukknaði 25. mars 1893 með Jóni Brandssyni í Hallgeirsey.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Þorsteinn Sigurðsson afgreiðslumaður, útgerðarmaður, formaður, fiskkaupmaður, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935.
2. Þorleifur Sigurðsson verkamaður, f. 5. október 1884, d. 11. apríl 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.