Magnea S. Magnúsdóttir
Margrét Sveinsína Magnúsdóttir (Nea), verslunarmaður, starfsmaður í Tjaldanesi í Mosfellsbæ fæddist 21. september 1932 og lést 9. mars 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundur Guðbjartsson forstjóri, f. 17. mars 1899 að Gemlufelli í Dýrafirði, d. 14. júní 1976, og önnur kona hans Sveinsína Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1900, d. 21. september 1932.
I. Barn Magnúsar og fyrstu konu hans Kristínar Sveinbjörnsdóttur:
1. Kristberg Maris Magnússon vélstjóri, f. 20. mars 1927, d. 13. janúar 2003. Kona hans Ragna Guðrún Ágústsdóttir.
II. Barn Magnúsar og annarrar konu hans Sveinsínu Þuríðar Jónsdóttur:
2. Magnea Sveinsína Magnúsdóttir húsfreyja, vann við umönnun, f. 21. september 1932, d. 9. mars 2015. Maður hennar Guðni Ólafsson.
III. Börn Magnúsar og þriðju konu hans Sigríðar Guðrúnar Benónýsdóttur
3. Elísabet Sigríður Magnúsdóttir næringarfræðingur, næringarráðgjafi, f. 30. ágúst 1940. Fyrrum maður hennar Eysteinn Sigurðsson, látinn.
4. Gylfi Þór Magnússon viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 20. desember 1942 í Eyjum, d. 6. nóvember 1998. Kona hans Sigríður Dóra Jóhannsdóttir.
Móðir Magneu lést daginn, sem hún fæddi hana.
Hún var með föður sínum og stjúpmóður á Kirkjuvegi 26 í Eyjum.
Magnea stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1951-1952.
Hún vann ýmis verslunarstörf, en lengst starfaði hún á vistheimilinu Tjaldanesi við umönnun vistfólks.
Þau Guðni giftu sig 1952, eignuðust ekki barn saman, en eignuðust fósturson. Þau bjuggu síðast í þjónustuíbúð að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.
Guðni lést 2011 og Magnea 2015.
I. Maður Magneu, (5. september 1952), var Guðni Ólafsson, vélvirki, yfirvélstjóri, f. 8. október 1924, d. 1. október 2011. Foreldrar hans voru Valgerður Anna Guðnadóttir, f. 13. janúar 1893 að Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 26. júní 1960 og Ólafur Jóhannsson vélstjóri, f. 27. nóvember 1888 að Hrófá, Strandasýslu, fórst með b.v. Jóni forseta 28. febrúar 1928.
Barn þeirra, fósturbarn:
1. Jakob Þór Haraldsson, f. 14. nóvember 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 19. mars 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.