Magnús Guðbjartsson (forstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Guðbjartsson.

Magnús Guðmundur Guðbjartsson vélstjóri, frystihússeigandi fæddist 17. mars 1899 að Gemlufalli í Dýrafirði og lést 14. júní 1976.
Foreldrar hans voru Guðbjartur Björnsson bóndi á Læk og síðar á Höfða í Dýrafirði, f. 19. desember 1842, d. 31. október 1928, og kona hans Sigríður Petrína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1862, d. 27. október 1900.

Magnús missti móður sína á öðru ári sínu. Hann ólst upp hjá föður sínum.
Hann stundaði nám í járnsmíði á Ísafirði og í vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík, lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1922.
Magnús var vélstjóri á togurum næstu árin, vélstjóri á varðskipunum Óðni og Þór 1929-1933, síðan á strandferðaskipinu Esju uns hún var seld, en þá varð hann vélstjóri á Ægi til 1941.
Hann átti sæti í samninganefndum vélstjóra og sat í stjórn Vélstjórafélagsins 1936-1938.
Magnús flutti til Eyja 1941, bjó á Kirkjuvegi 26. Hann átti og rak frystihúsið Fiskur og ís til 1948, er hann seldi fyrirtækið og það gekk inn í Vinnslustöðina.
Hann flutti til Reykjavíkur 1946, var forstjóri Olíuhreinsunarstöðvarinnar við Sætún og frá 1958-1974 rak hann smurstöðina við Sætún 4.
Magnús var einn af stofnendum skipafélagsins Jöklar og var endurskoðandi þess síðustu ár sín.

Magnús var þríkvæntur.
I. Fyrsta kona Magúsar var Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1903, d. 1. apríl 1927. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 11. janúar 1865, d. 17. febrúar 1939, og Anna Ásmundsdóttir, f. 5. júlí 1866, d. 28. júní 1934.
Barn þeirra:
1. Kristberg Maris Magnússon vélstjóri, f. 20. mars 1927, d. 13. janúar 2003. Kona hans Ragna Guðrún Ágústsdóttir.

II. Önnur kona Magnúsar var Sveinsína Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, verslunarkona, f. 12. mars 1900, d. 21. september 1932. Foreldrar hennar voru Jón ,,skóarabróðir“ Jónsson, f. 16. desember 1867, d. 15. desember 1941, og Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. mars 1872, d. 4. ágúst 1955.
Barn þeirra:
2. Magnea Sveinsína Magnúsdóttir, húsfreyja, vann við umönnun, f. 21. september 1932, d. 9. mars 2015. Maður hennar Guðni Ólafsson.

III. Þriðja kona Magnúsar, (8. apríl 1939), var Sigríður Guðrún Benónýsdóttir frá Dýrafirði, húsfreyja, f. 12. nóvember 1915 á Sveinseyri, d. 17. október 2005. Foreldrar hennar voru Benóný Stefánsson frá Meðaldal í Dýrafirði, stýrimaður í Reykjavík, f. 28. nóvember 1880, d. 17. desember 1952, og kona hans Ólöf Guðmunda Guðmundsdóttir frá Keldudal í Dýrafirði, húsfreyja, f. 15. ágúst 1886, d. 12. maí 1961. Börn þeirra:
3. Elísabet Sigríður Magnúsdóttir næringarfræðingur, næringarráðgjafi, f. 30. ágúst 1940. Fyrrum maður hennar Eysteinn Sigurðsson.
4. Gylfi Þór Magnússon viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 20. desember 1942 í Eyjum, d. 6. nóvember 1998. Kona hans Sigríður Dóra Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.