Kristín Thorberg
Kristín Thorberg frá Borg við Heimagötu 3, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 13. nóvember 1948.
Foreldrar hennar voru Magnús Thorberg póstmeistari, heildsali, f. 12. júlí 1917, d. 2. október 1991, og kona hans Guðfinna Breiðfjörð húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 12. ágúst 1921, d. 10. nóvember 1985.
Börn Guðfinnu og Magnúsar:
1. Þorbjörg Gyða Thorberg, f. 20. apríl 1947 í Borg við Heimagötu 3, d. 6. september 2006.
2. Kristín Thorberg, f. 13. nóvember 1948 í Borg við Heimagötu 3.
3. Helga Thorberg, f. 7. júlí 1950 á Borg við Heimagötu 3.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku, á Borg við Heimagötu 3 og við Hólagötu 14, flutti með þeim til Rvk.
Hún varð stúdent í MA 1974, lauk námi í hjúkrun í K.A.S. Sygepleieskole Glostrup í Danmörku í ágúst 1970, stundaði framhaldsnám í svæfingarhjúkrun við Diakonisse sjúkrahúsið í Frederiksberg 1. janúar 1971 til 1. janúar 1976, lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum í KHÍ 1989.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu Glostrup september 1970- desember 1970, vann á Sjúkrahúsinu á Akureyri, svæfingadeild janúar 1972 til ágúst 1974, Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 1. janúar 1975 til 1. júlí 1975, á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. mars 1976 til 1984, hjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala 1984-1986, hjúkrunarforstjóri á Hornbrekku í Ólafsfirði 1987-1988, hjúkrunarkennari við Verkmenntaskólann á Akureyri frá 1988.
Kristín var leiðbeinandi í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands 1987.
Þau Jónas giftu sig 1978, eignuðust tvö börn.
I. Maður Kristínar, (24. júní 1978), er Jónas Vigfússon byggingaverkfræðingur, bóndi, sveitarstjóri í Hrísey, f. 13. nóvember 1951, d. 2. september 2023. Foreldrar hans Vigfús Guðmundsson húsasmíðameistari í Rvk, f. 10. júlí 1927, d. 10. september 2016, og kona hans Guðrún Elín Jónasdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1926, d. 18. febrúar 2010.
Börn þeirra:
1. Auður Thorberg Jónasdóttir, f. 9. maí 1979 á Akureyri.
2. Helga Jónasdóttir, f. 27. mars 1981 á Akureyri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.