Guðfinna Breiðfjörð
Guðfinna Breiðfjörð (Minna Thorberg) húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist 12. ágúst 1921 á Vesturgötu 6 í Reykjavík og lést 10. nóvember 1985.
Foreldrar hennar voru Sigurður Breiðfjörð sjómaður, stýrimaður í Hafnarfirði, f. 14. október 1896, d. 20. september 1936, drukknaði af e.s. Tryggva gamla, og Guðfinna Ólafsdóttir, f. 6. maí 1897, d. 10. febrúar 1924.
Fósturforeldrar hennar voru Guðmundur Knútsson togarasjómaður í Hafnarfirði, f. 5. ágúst 1880, d. 18. október 1967, og Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Guðfinna lærði hárgreiðslu og fékk meistararéttindi.
Hún vann við iðn sína.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Borg og við Hólagötu 14.
I. Maður Guðfinnu (Minnu) var Magnús Thorberg póstmeistari, heildsali, f. 12. júlí 1917, d. 2. október 1991.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Gyða Thorberg, f. 20. apríl 1947 í Borg við Heimagötu 3, d. 6. september 2006.
2. Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur, f. 13. nóvember 1948 í Borg við Heimagötu 3.
3. Helga Thorberg leikkona, f. 7. júlí 1950 á Borg við Heimagötu 3.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.