Magnús Ríkarðsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Ríkarðsson frá Ólafsvík, skipstjóri fæddist þar 20. ágúst 1964.
Foreldrar hans voru Ríkarð Magnússon, f. 23. apríl 1933, d. 13. september 2017, og Bjarný Sólveig Sigtryggsdóttir, f. 15. nóvember 1941, d. 20. maí 2020.

Magnús lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1983.
Hann hóf sjómennsku með föður sínum 14 ára, flutti til Eyja 1982 til að sækja skipstjórnarnámið, var síðan eitt ár stýrimaður á Bylgju VE, sneri þá til heimabyggðar, var stýrimaður á Hamri frá Rifi eina síldarvertíð. Þá flutti hann til Eyja, var stýrimaður á Suðurey VE, en skipstjóri frá 1987, fyrst á Sigurvík VE, þá á Bergvík VE, á Drangavík VE frá 1993 og á Breka frá 2016.
Þau Anna Hulda giftu sig 1993, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Gerðisbraut.

I. Kona Magnúsar, (4. september 1993), er Anna Hulda Lárusdóttir Long, húsfreyja, f. 17. maí 1963.
Börn þeirra:
1. Helena Ósk Magnúsdóttir skrifstofumaður, f. 15. mars 1986. Sambúðarmaður hennar Gústaf Hrafn Gústafsson.
2. Sólveig Rut Magnúsdóttir skrifstofumaður, f. 19. ágúst 1889. Maður hennar Ellert Scheving Karlsson.
3. Ríkarð Magnússon stýrimaður, f. 15. september 1990. Kona hans Brynja Rut Halldórsdóttir.
4. Unnur Ástrós Magnúsdóttir lyfjafræðingur, f. 21. desember 1999. Sambúðarmaður hennar Aron Máni Símonarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.