Magnús Oddsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Oddsson á Kirkjubæ fæddist 24. október 1822, drukknaði í apríl 1867.

Foreldrar hans voru Oddur Ögmundsson, f. um 1787 og k.h. Ingveldur Magnúsdóttir, f. 1796.

Magnús var skráður sjómaður á Kirkjubæ 1845, hafnsögumaður og bóndi var hann. Hann var skipherra á þilskipinu Helgu, sem fórst með allri áhöfn, 6 manns, í apríl 1867. Skipherrar voru þeir kallaðir, sem voru formenn á þilskipum.

Maki I, (21. jan. 1842): Guðrún Höskuldsdóttir, f. 27. apríl 1801, d. 9. september 1860.

Maki II, (8. okt. 1861): Margrét Magnúsdóttir, f. 9. maí 1831, 19. júlí 1900.

1. Andvana sveinbarn, f. 28. des. 1864.
2. Magnúsína, f. 29. ágúst 1867, d. 6. ágúst 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.