Jónína Ísleifsdóttir (Nýjahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Guðrún Ísleifsdóttir frá Nýjahúsi, húsfreyja fæddist 19. febrúar 1902 í Steinum við Urðaveg og lést 18. júní 1974.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, formaður, f. 6. september 1881 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1932, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1872 í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 13. mars 1948.

Börn Ísleifs og Þórunnar voru:
1. Jónína Guðrún Ísleifsdóttir, f. 19. febrúar 1902 í Steinum, d. 18. júní 1974.
2. Eyjólfur Magnús Ísleifson skipstjóri, f. 13. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991.
3. Jóhann Pétur Ísleifsson, f. 9. júlí 1908, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
4. Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1912 í Nýjahúsi, d. 13. júlí 1994.
5. Jón Ragnar Ísleifsson sjómaður, f. 16. september 1914 í Nýjahúsi, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
Barn Þórunnar:
6. Ágústa Þorkelsdóttir, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum f. 19. ágúst 1896, d. 30. júní 1974. Faðir hennar var Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Grímur giftu sig 1925, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Sjávarborg 1924, í Varmadal við giftingu og 1926, á Reynivöllum við Kirkjuveg 66 1930 og 1935, en farin þaðan 1936.
Þau bjuggu lengst í Laugarholti við Laugarásveg í Reykjavík.

I. Maður Jónínu Guðrúnar, (2. janúar 1925), var Grímur Theodór Grímsson frá Hegranesi í Skagafirði, verkamaður, síðar bústjóri í Reykjavík, f. 13. mars 1890 á Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd, Skagaf., d. 3. apríl 1964.
Börn þeirra:
1. Steindór Þórarinn Grímsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 31. desember 1924 í Sjávarborg, d. 28. maí 1997. Fyrrum kona hans Erla Guðjónsdóttir. Fyrrum kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir.
2. Ísleif Þórey Grímsdóttir Doyle húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 26. apríl 1926 í Varmadal, d. 31. maí 2011. Maður hennar Gerry Doyle.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.