Lilja Sigurðardóttir (Selalæk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lilja Sigurðardóttir.

Lilja Sigurðardóttir frá Selalæk, hjúkrunarfæðingur, ljósmóðir, trúboði fæddist þar 26. júní 1942 og lést 24. október 2016.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson húsasmiður, f. 23. júní 1920 á Stokkseyri, d. 25. maí 1981, og kona hans Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona f. 24. ágúst 1922 á Stokkseyri, d. 20. september 2006.

Börn Hönnu og Sigurðar:
1. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, trúboði, f. 26. júní 1942 á Selalæk við Vesturveg, d. 24. október 2016.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, hússtjórnarkennari, gistiheimilisrekandi, f. 16. janúar 1951 á Fagrafelli.

Lilja var með foreldrum sínum í æsku. Hún gekk í Gagnfræðaskólann, fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1956 og tók landspróf við Héraðsskólann á Laugarvatni 1957.
Hún stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og síðan Hjúkrunarskóla Íslands og lauk honum 1964 og námi í Ljósmæðraskóla Íslands 1973.
Lilja starfaði við Hultafors Sanatorium í Svíþjóð, nam við Newbold College í Bretlandi og vann við sjúkrahús í Darmstadt í Þýskalandi.
Hún starfaði við Héraðshælið á Blönduósi, við Landakotsspítala og við sjúkrahúsið á Patreksfirði.
Lilja var kennari við Barnaskóla aðventista í Eyjum í tvö ár.
Þá vann hún við sjúkrahús aðventista í Tansaníu 1969-1971, í Kenýa 1973-1978 og í Zambíu 1981-1983.
Síðari hluta ævinnar starfaði Lilja á eigin vegum að líknarmálum og trúboði, aðallega á Íslandi, en einnig erlendis, m.a. í Albaníu, Rúmeníu, Búlgaríu og á Grænlandi. Sérstaklega var henni umhugað um velferð barna. Stór hluti af þessum störfum hennar var umfangsmikil útgáfa á bókum og ritlingum um trúarleg efni, bæði á Íslandi og erlendis. Einnig gaf hún út og seldi jólakort og önnur kort og myndir til fjáröflunar fyrir líknarstarf sitt. Lilja var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. nóvember 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.