Hanna Jóhannsdóttir (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Hanna Jóhannsdóttir.

Kristín Hanna Jóhannsdóttir frá Selalæk, húsfreyja, verkakona fæddist 24. ágúst 1922 á Sæbóli Stokkseyri og lést 20. september 2006.
Foreldrar hennar voru Jóhann Markús Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 13. júlí 1893 í Húnakoti í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. júní 1967, og kona hans Lilja Hannesdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1899 í Roðgúl á Stokkseyri, d. 19. apríl 1964.

Börn Lilju og Jóhanns:
1. Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 á Sæbóli á Stokkseyri, d. 20. september 2006.
2. Gerður Hulda Jóhannsdóttir húsmæðrakennari, f. 3. mars 1926 á Selalæk, d. 13. ágúst 2012.

Hanna var með foreldrum sínum í æsku, á Strönd 1922, í Sigtúni 1923-1925 og síðan á Selalæk.
Þau Sigurður giftu sig 1941, eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Selalæk við fæðingu Lilju 1942 og á Fagrafelli við Hvítingaveg við fæðingu Guðrúnar 1951.
Þau hjón fluttust til Reykjavíkur 1956 og þar lærði Sigurður húsasmíði.
Þau fluttust á Selfoss 1980. Þar stofnaði Sigurður til rammagerðar, en lést 1981.
Hanna fluttist til Reykjavíkur og lést 2006.

I. Maður Kristínar Hönnu, (29. ágúst 1941), var Sigurður Guðmundsson sjómaður, verkstjóri, húsasmiður, f. 23. júní 1920 á Stokkseyri, d. 25. maí 1981.
Börn þeirra:
1. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, trúboði, útgefandi, f. 26. júní 1942 á Selalæk, d. 24. október 2016.
2. Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja, hússtjórnarkennari, gistiheimilisrekandi, f. 16. janúar 1951 á Fagrafelli við Hvítingaveg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.