Guðrún Sigurðardóttir (Fagrafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Sigurðardóttir.

Guðrún Sigurðardóttir frá Fagrafelli, húsfreyja, hússtjórnarkennari, gistiheimilisrekandi fæddist 16. janúar 1951 á Fagrafelli.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson húsasmiður, f. 23. júní 1920 á Stokkseyri, d. 25. maí 1981, og kona hans Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona f. 24. ágúst 1922 á Stokkseyri, d. 20. september 2006.

Börn Hönnu og Sigurðar:
1. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, trúboði, f. 26. júní 1942 á Vesturvegi 26, d. 24. október 2016.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, hússtjórnarkennari, gistiheimilisrekandi f. 16. janúar 1951 á Fagrafelli.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1956.
Hún tók landspróf á Laugarvatni 1967 var í ársdvöl á vegum I.C.Y.E. í Wisconsin í Bandaríkjunum 1967-1968, nam við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1967-1968, tók húsmæðrakennarapróf 1973.
Guðrún var kennari við Hússtjórnarskóla Suðurlands að Laugarvatni slitrótt á árum 1973-1982, stundakennari við grunnskólann á Laugarvatni 1979-1982, Héraðsskólann þar 1979-1980 og 1981-1982. Þá hefur hún kennt á námskeiðum hjá Garðyrkjuskóla Ríkisins nokkur haust. Á sumrum vann hún hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins 1968-1971, hjá Landsbanka Íslands 1973, á rannsóknastofu Mjólkurbús Flóamanna 1974-1975 og hjá Hússtjórnarskóla Suðurlands.
Guðrún var kennari við Varmárskóla í Mosfellssveit 1986-2015.
Hún rekur nú gistiheimili á Minna-Mosfelli.
Þau Valur Steinn giftu sig 1973, búa á Minna-Mosfelli, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Guðrúnar, (2. júní 1973), er Valur Steinn Þorvaldsson héraðsráðunautur á Selfossi, nú bóndi á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, f. 15. apríl 1945. Foreldrar hans voru Þorvaldur Aðalsteinn Eyjólfsson bifvélavirkjameistari í Reykjavík, f. 10. október 1915, d. 1. apríl 1978, og kona hans Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. apríl 1925, d. 17. september 2008.
Börn Guðrúnar og Vals Steins:
1. Hanna Lilja Valsdóttir ferðamálafræðingur, kennari, f. 22. apríl 1975, d. 14. ágúst 2011. Maður hennar var Gísli Kristbjörn Björnsson.
2. Sigríður Þóra Valsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, MBA, f. 9. mars 1977. Maður hennar, (skilin), var Ingólfur Kristján Guðmundsson.
3. Sigurður Már Valsson verkfræðingur í Noregi, f. 2. ágúst 1982. Kona hans er Dröfn Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Sigurðardóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.