Helgi Ólafsson (Ásavegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Ólafsson rekstrarstjóri hjá Ístaki í Mosfellsbæ fæddist 9. apríl 1981.
Foreldrar hans Ólafur Guðmundsson vélfæðingur, vélvirki, f. 7. nóvember 1952 og kona hans Lilja Júlíusdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1951, d. 10. maí 2011.

Börn Lilju og Ólafs:
1. Júlía Ólafsdóttir leikskólastjóri í Eyjum,f. 6. desember 1972 í Keflavík.
2. Guðmundur Ólafsson rafvirki, býr í Eyjum, f. 14. júlí 1974 í Rvk.
3. Helgi Ólafsson rekstrarstjóri, f. 9. apríl 1981 í Eyjum.

Þau Sóley giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.

I. Kona Helga er Sóley Davíðsdóttir húsfreyja, verkefnastjóri, f. 31. júlí 1985. Foreldrar hennar Davíð Einarsson, f. 16. júlí 1957, og Ragnhildur Óskarsdóttir, f. 17. maí 1959.
Börn þeirra:
1. Lilja Margrét Helgadóttir, f. 9. janúar 2017.
2. Þórdís Ragna Helgadóttir, f. 18. október 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.