Lýður Ásgeirsson
Lýður Ásgeirsson sjómaður, býr á Selfossi, fæddist 14. mars 1968.
Foreldrar hans Ásgeir Lýðsson vélstjóri, rafvirki, lögreglumaður, f. 27. desember 1942, og kona hans Sólveig Bára Guðnadóttir frá Ísafirði, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, forstöðukona, f. 31. janúar 1945.
Börn Sólveigar og Ásgeirs:
1. Lýður Ágeirsson sjómaður, f. 14. mars 1968. Hann á heimili á Selfossi. Kona hans Ágústa Sigurðardóttir.
2. Gunnar Ásgeirsson kerfisfræðingur, f. 15. ágúst 1969. Hann býr í Svíþjóð. Fyrrum kona hans Kamela Stenberg. Kona hans Lena Johanson.
3. Auður Ásgeirsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Eyjum, f. 19. nóvember 1974. Maður hennar Gunnar Ingólfur Gíslason.
Lýður eignaðist barn með Rannveigu 1997.
Þau Ágústa giftu sig, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra. Hún á barn frá fyrra sambandi.
I. Barnsmóðir Lýðs er Rannveig Hreinsdóttir, f. 21. desember 1965.
Barn þeirra:
1. Hekla Rún Rannveigardóttir, f. 4. júní 1997.
II. Kona Lýðs er Ágústa Dröfn Sigurðardóttir, f. 15. apríl 1973. Foreldrar hennar Sigurður Grétar Eggertsson, f. 6. mars 1946, og Mattea Katrín Pétursdóttir, f. 2. ágúst 1948, d. 22. janúar 2006.
Börn þeirra:
2. Ásgeir Lýðsson, f. 31. janúar 2006, d. 16. október 2016.
3. Guðrún Katrín Lýðsdóttir, f. 31. janúar 2006.
Barn Ágústu Drafnar:
4. Kristian Alexander Rodriguez, f. 26. júní 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ágústa Dröfn.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.