Kristbjörg Kristmundsdóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja, spítalastarfsmaður á Patreksfirði, fæddist 7. mars 1954.
Foreldrar hennar Kristmundur Sæmundsson bifreiðastjóri og bóndi í Draumbæ, f. 1. nóvember 1903, d. 21. ágúst 1981, og kona hans Sigríður Þorbjörg Valgeirsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1932, d. 16. október 1994.

Barn Sigríðar og Axels:
1. Sigurður Axel Axelsson, f. 23. maí 1948.
Barn Sigríðar og Jóns:
2. Friðrik Magnús Jónsson skipasmiður í Stykkishólmi, f. 7. nóvember 1949 í Reykjavík, d. 9. nóvember 2019. Sambúðarkona hans Sigríður Gísladóttir.
Barn Sigríðar og Einars Grétars:
3. Valgeir Kristján Einarsson, f. 13. mars 1952.
Börn Sigríðar og Kristmundar:
4. Kristbjörg Kristmundsdóttir, f. 7. mars 1954.
5. Ólafur Sæmundur Kristmundsson, f. 9. maí 1955.
6. Halldóra Kristmundsdóttir, f. 9. maí 1957.
7. Áshildur Kristmundsdóttir, f. 10. ágúst 1959.
8. Sveinbjörg Kristmundsdóttir, f. 9. júlí 1961.
9. Sigurjón G. Kristmundsson, f. 22. ágúst 1962.
10. Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir, f. 14. maí 1964.

Þau Arnbjörn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Freysteinn hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Reynir hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Aron giftu sig, eignuðust eitt barn.

I. Fyrrum maður Kristbjargar er Arnbjörn Rúnar Eiríksson vörubílstjóri, f. 26. júlí 1950, d. 5. maí 2016. Foreldrar hans Eiríkur Eyleifsson, f. 28. september 1914, d. 1. apríl 1997, og Jóna Guðríður Arnbjörnsdóttir, f. 21. febrúar 1926, d. 7. nóvember 2009.
Barn þeirra:
1. Kristmundur Eiríksson, f. 11. apríl 1973.

II. Fyrrum sambúðarmaður Kristbjargar var Freysteinn Björgvinsson múrarameistari, f. 12. nóvember 1953, d. 26. september 2024. Foreldrar hans Björgvin Abel Márusson, f. 5. nóvember 1916, d. 13. nóvember 1993, og Sigurlína Jónína Jónsdóttir, f. 31. janúar 1922, d. 1. febrúar 1994.
Barn þeirra:
2. Guðrún Björk Freysteinsdóttir, f. 2. mars 1980.

III. Fyrrum sambúðarmaður Kristbjargar er Reynir Baldur Ingvason bóndi í Laxárdal í S.-Þing., f. 5. nóvember 1955. Foreldrar hans Ingvi Karl Jónsson, f. 16. mars 1920, d. 2. maí 1998, og Wally Bergman af þýsku þjóðerni.
Barn þeirra:
3. Sigurður Eyvald Reynisson, f. 3. september 1982.

IV. Maður Kristbjargar er Aron Magnússon frá Patreksfirði, sjómaður, matsveinn, f. 18. júlí 1951. Foreldrar hans Magnús Guðmundsson, f. 9. júní 1928, d. 30. ágúst 2004, og Björg Ólafsdóttir, f. 6. nóvember 1927, d. 26. mars 1994.
Barn þeirra:
4. Ólafur Aronsson, f, 7. apríl 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.