Kristín Eyjólfsdóttir (Látrum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Anna Kristín Eyjólfsdóttir ráðskona, húsfreyja fæddist 17. júlí 1886 í Hvammi í Holtum, Rang. og lést 22. febrúar 1953.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson húsmaður í Hvammi, f. 12. febrúar 1836, d. 17. nóvember 1909, og barnsmóðir hans Kristgerður Oddsdóttir, síðar húsfreyja í Hallstúni í Holtum, Rang., f. 1. júní 1863, d. 10. nóvember 1936.

Kristín var tökubarn í Hvammi 1890 með móður sinni og ekkjunni ömmu sinni 1890, matvinnungur þar 1901.
Hún var ráðskona Árna Þorkelssonar á Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu 1909, í Nóatúni á Seyðisfirði 1910, flutti með honum að Látrum í Aðalvík með þrjú börn sín 1914. Þau bjuggu þar á einu býlinu til ársins 1929, er þau fluttu í Skáladal í sömu sókn, bjuggu þar til 1938, er jörðin lagðist í eyði. Þau bjuggu í Görðum 1939, á Stað 1940-1945, fluttu í Þverdal 1945, bjuggu þar síðan, síðast hjá Þorkeli Óskari syni sínum. Kristín var sjúklingur hjá Þorkeli þar 1951, var flutt sjúkraflutningi til Reykjavíkur á því ári.
Árni flutti til Eyja 1952. Kristín komst aldrei til Eyja, en átti þar lögheimili.
Anna Kristín lést 1952 og Árni 1963.

I. Sambúðarmaður Önnu Kristínar var Árni Þorkelsson vinnumaður, húsmaður, bóndi, trásmiður, útgerðarmaður, f. 31. ágúst 1882, d. 26. ágúst 1963.
Börn þeirra:
1. Guðrún Laufey Árnadóttir húsfreyja á Sæbóli í Aðalvíkursókn, f. 13. mars 1909, d. 25. janúar 1952. Maður hennar Þorsteinn Friðriksson.
2. Þorkell Óskar Árnason bóndi í Þverdal í Sléttuhreppi, stundaði síðar vertíðarvinnu í Eyjum, en síðast í Reykjavík, f. 7. apríl 1910 á Seyðisfirði, d. 19. ágúst 1979.
3. Egill Axel Árnason vélstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976. Kona hans Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir.
4. Eyjólfur Pálmi Árnason, f. 5. júlí 1915, d. 15. janúar 2010. Kona hans Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir.
5. Ingibjörg Kristgerður Árnadóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 29. des. 1916, d. 3. desember 1988. Maður hennar Ólafur Helgi Jóhannesson.
6. Valgerður Árnadóttir, f. 28. október 1918, d. 13. apríl 1924.
7. Guðrún Friðrika Árnadóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 26. júlí 1920, fórst í bruna þar 3. júní 1946. Maður hennar Sigurvin Veturliðason. 8. Kristólína Árnadóttir, f. 8. sept. 1922, d. 3. apríl 1924.
9. Valgerður Kristólína Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. júní 1924, d. 25. október 2005. Barnsfeður hennar Kristján Gestur Sigurður Kristjánsson og Ragnar Veturliðason. Maður hennar Vilhjálmur Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.