Þorleifur Þorleifsson (Landamótum)
Þorleifur Þorleifsson bóndi, húsmaður fæddist 11. september 1849 á Tjörnum u. Eyjafjöllum og lést 8. febrúar 1925.
Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson bóndi, skírður 27. október 1799, d. 3. desember 1879, og kona hans Guðrún Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1811, d. 1. ágúst 1885.
Þorleifur var tökubarn á Tjörnum nýfæddur 1850, með foreldrum sínum á Tjörnum 1855 og 1860, vinnumaður í Miðey í A-Landeyjum 1870.
Þau Ástríður giftu sig 1879, bjuggu á Fornusöndum u. Eyjafjöllum 1880 með Kristínu dóttur sinni nýfæddri. Hann var húsmaður á Syðri-Hól þar 1890 með konu og tveim börnum þeirra, leigjandi á Ytri-Skála þar 1901.
Þau Ástríður fluttust til Kristínar og Sveins á Landamótum 1907 og bjuggu hjá þeim síðan.
Ástríður lést 1913 og Þorleifur 1925.
Kona Þorleifs, (1879), var Ástríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1845, d. 26. maí 1913.
Börn þeirra:
1. Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja á Landamótum, f. 14. september 1880 á Fornusöndum, d. 10. mars 1978.
2. Guðmundur Óskar Þorleifsson smiður á Langeyri í Álftafirði, Ís. og í Keflavík, Gull., f. 6. apríl 1884, d. 7. júlí 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.