Karl Sveinsson (rafvirki)
Sigurður Karl Sveinsson rafvirki fæddist 10. maí 1957 á Heiðarvegi 47 og lést 1. október 1990.
Foreldrar hans voru Sveinn Ársælsson frá Fögrubrekku, f. 26. desember 1915, d. 3. febrúar 1968, og kona hans Bernódía Sigríður Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1920, d. 1. desember 1991.
Börn Bernódíu og Haraldar Guðjónssonar:
1. Hlöðver Haraldsson sjómaður, f. 24. apríl 1942.
2. Örlygur Guðjón Haraldsson sjómaður, f. 7. febrúar 1947, drukknaði 29. júní 1965.
3. Auður Dóra Haraldsdóttir bankaritari í Reykjavík, f. 26. júní 1949.
Börn Bernódíu og Sveins:
4. Ársæll Sveinsson húsasmíðameistari í Danmörku, f. 16. janúar 1955.
5. Sveinn Bernódus Sveinsson rafvirki, f. 21. apríl 1956.
6. Sigurður Karl Sveinsson rafvirki, knattspyrnumaður, f. 10. maí 1957, d. 1. október 1990.
Karl lærði rafvirkjun i Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1978. Meistari hans var Snorri Jónsson. Hann lauk 1. stigi í Vélskóla Íslands í Eyjum 1977. Karl varð stúdent í Komvux í Jönköbing 1985, stundaði verkfræðinám í Chalmeis Tekniska Högskola í Gautaborg 1986-1987.
Hann vann við iðn sína.
Karl eignaðist barn með Guðlaugu Birnu 1981.
Karl lést 1990.
I. Barnsmóðir Karls er Guðlaug Birna Guðjónsdóttir upplýsingaráðgjafi í Reykjavík, f. 7. febrúar 1957.
Barn þeirra:
1. Anna Huld Sigurðardóttir, f. 7. maí 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.