Jón Jónsson (trésmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Jónsson.

Jón Jónsson fyrrverandi smiður, bóndi, f. 9. okt. 1877 á Lundi í Þverárhlíð í Mýrasýslu og lést 20. des. 1959.
Foreldrar hans voru Jón bóndi á Lundi, f. 1. febr. 1841, d. 15. apríl 1926, Einars vinnumanns og síðar bónda á Högnastöðum og Hömrum í s.sv., f. um 1810, d. 13. okt. 1851, Einarssonar og konu Einars vinnumanns og bónda (8. okt. 1840), Guðrúnar, f. 31. júlí 1817, d. 28. apríl 1863, Hjálmsdóttur, Guðmundssonar.
Móðir Jóns og kona Jóns bónda á Lundi var (18. júní 1874), Jakobína, ekkja Þorláks Blöndals frá Hvammi í Vatnsdal, f. 6. okt. 1840, d. 15. febr. 1922, Jakobs Finnbogasonar prests á Þingeyrum í A-Hún. og á Melum í Melasveit, Borg. og konu Jakobs prests, Sigríðar Egilsdóttur.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var lausamaður og hjú í Kvíum í Norðtungusókn í Mýr. 1901, var ókvæntur húsmaður á Lundi í Norðtungusókn 1910.
Jón fór til Flateyjar á Breiðafirði 1913 og bjó þar til 1953, síðan í Eyjum.

I. Kona Jóns, (24. apríl 1913), var Guðrún Jakobsdóttir, f. 27. maí 1877, d. 1. júní 1915. Foreldrar Jakob Þorsteinsson verzlunarstjóri í Flatey og k.h. Sveinsína Sveinbjörnsdóttir.
Barn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 9. maí 1915. Hún fór til Ameríku.

II. Kona Jóns, (5. júlí 1919), var Rósa Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. okt. 1890 í Eskiholti í Borgarhreppi í Mýrasýslu, d. 15. apríl 1977. Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson og Guðfinna Þórðardóttir hjón í Eskiholti.
Börn þeirra:
2. Jakobína Jónsdóttir kennari, f. 4. nóvember 1919, d. 14. febrúar 2009. Maður hennar Þorvaldur Sæmundsson.
3. Áslaug Jónsdóttir verslunarmaður, f. 6. okt. 1926, d. 20. desember 2007. Maður hennar Jón Björnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.