Júlíana Valtýsdóttir (Borgarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Júlíana Valtýsdóttir.

Júlíana Valtýsdóttir Mýrdal frá Byggðarholti fæddist þar 15. júlí 1916, (12. júlí í pr.þj.bók), og lést 3. nóvember 2008.
Foreldrar hennar voru Valtýr Brandsson Mýrdal skósmiður og hljóðfæraviðgerðarmaður, f. 25. ágúst 1974 í Reynishjáleigu í Mýrdal, d. 21. nóvember 1942 í Reykjavík og kona hans Árnína Guðjónsdóttir frá Skuggahlíð í Norðfirði, húsfreyja, f. 3. maí 1879 á Nes-Ekru þar, d. 24. mars 1963 í Reykjavík.
Börn Valtýs og Árnínu hér:
1. Guðjón Valtýsson, f. 16. júlí 1900, d. 15. janúar 1910.
2. Súlka, f. um 1901.
3. Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal rakari í Reykjavík, f. 22. október 1910, d. 27. ágúst 1986.
4. Júlíana Valtýsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júlí 1916 í Byggðarholti, d. 3. nóvember 2008.
5. Sigrún Valtýsdóttir Mýrdal, f. 1. ágúst 1917 í Borgarhól, d. 4. maí 1939.

Júíana var með foreldrum sínum í Byggðarholti 1916 og á Borgarhól 1917-1922, er fjölskyldan futtist til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur 1923.
Júlíana giftist Lars Tranberg Jakobssyni 1939 og ól sex börn. Þau skildu.
Hún starfaði um árabil við saumaskap, vann í 8 ár hjá Belgjagerðinni, þá hjá fataverksmiðjunni Dúkur hf. í tæp þrjú ár og því næst á saumastofunni Hildu.
Júlíana bjó í Reykjavík til ársins 1985, er hún flutti í Kópavog.
Hún dvaldi á Dvalarheimilinu Gullsmára í Kópavogi frá 2002, uns hún flutti á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lést þar 2008.

Maður Júlíönu, (11. nóvember 1939, skildu), var Lars Tranberg Jakobsson símvirki, stöðvarstjóri, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.
Börn þeirra:
1. Árnína Sigrún Larsdóttir, f. 11. febrúar 1942, d. 26. apríl 1942.
2. Árni Jakob Larsson kennari, rithöfundur, f. 30. apríl 1943.
3. Erla Larsdóttir, f. 6. apríl 1947, d. 9. ágúst 1962.
4. Sveinn Björgvin Larsson símsmíðameistari, f. 27. júní 1952.
5. Gunnar Larsson, fyrrverandi starfsmaður Pósts og síma á Rjúpnahæð, f. 27. desember 1953.
6. Valdís Sigrún Larsdóttir húsfreyja, dagskrárstjóri, f. 1. ágúst 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.