Jósúa Teitsson (bólstrari)
Jósúa Teitsson bóndi, húsgagnasmiður, húsgagnabólstari fæddist 21. ágúst 1883 á Bæ í Snóksdal í Miðdölum í Dal. og lést 29. ágúst 1947. Foreldra hans voru Teitur Oddleifsson bóndi á Bæ í Miðdölum 1883-1887, síðar á Hömrum í Hraunhreppi, Mýr., fór til Vesturheims 1888, f. 6. júlí 1854, og Elín Jósúadóttir, síðar húsfreyja í Snóksdal, f. 19. desember 1851, d. 26. júní 1040.
Jósúa var tökubarn á Bæ hjá móðurmóður sinni og móðurföður 1890, var hjú hjá móður sinni og Kristjáni Jónssyni, bændum í efri bænum í Snóksdal 1901.
Þau Steinunn giftu sig 1908, voru bændur á Gilsbakka í Snóksdalssókn 1910 og enn 1917, voru gift hjú á Reykhólum í A.-Barð. með barnið Óskar hjá sér 1920, farin þaðan 1921.
Þau fluttu til Eyja með Óskar 1923, bjuggu á Lögbergi við Vestmannabraut 56a 1927, í Ásnesi við Skólaveg 7 1930, Sandprýði við Bárustíg 16B 1940. Þau bjuggu í Franska spítalanum 1944 og síðan. Jósúa var með bólstrunarverkstæði sitt í Þingholti við Heimagötu 2A og Steinunn vann alla tíð mikið að prjónaskap.
Jósúa lést 1947. Steinunn bjó áfram í Franska spítalanum og lést 1971.
I. Kona Jósúa, (29. júní 1908), var Steinunn Jónasdóttir frá Skörðum í Miðdölum, húsfreyja, prjónakona, f. 28. febrúar 1885, d. 21. janúar 1971.
Barn þeirra:
1. Óskar Jósúason húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 22. október 1915 á Gilsbakka í Snóksdal, d. 10. ágúst 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.