Jónas Guðmundsson (byggingameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Guðmundsson frá Hásteinsvegi 8, húsasmíðameistari, bankastarfsmaður fæddist 21. desember 1928 og lést 14. mars 1998.
Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvarsson húsasmíðameistari frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, f. 15. ágúst 1894, d. 19. október 1964, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, húsfreyja, f. 24. júlí 1896, d. 13. júní 1970.

Börn Sigurbjargar og Guðmundar:
1. Sigurður Ármann Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 3. janúar 1927, d. 5. júní 2005.
2. Jónas Guðmundsson byggingameistari, síðar bankastarfsmaður, f. 21. desember 1928, d. 14. mars 1998. Kona hans Ursula Marie Helene Guðmundsson.

Jónas var með foreldrum sínum.
Hann lærði húsasmíðar hjá föður sínum, varð húsasmíðameistari.
Jónas rak eigið smíðaverkstæði í Eyjum til Goss 1973. Þau Úrsúla fluttu til Reykjavíkur. Þar vann Jónas hjá Viðlagasjóði, og hjá Iðnaðarbankanum til 1991.
Þau Úrsúla giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 8 og við Illugagötu 11. Jónas lést 1998.

I. Kona Jónasar, (25. nóvember 1950), er Ursula Marie Helene Quade, f. 17. janúar 1931.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Helena Jónasdóttir, f. 10. mars 1951. Maður hennar Halldór Almarsson.
2. Ómar Jónasson, f. 19. júní 1953 að Hásteinsvegi 8, d. 16. maí 2014. Kona hans Kristín Björgvinsdóttir.
3. Richard Guðmundur Jónasson, f. 7. janúar 1956 á Hásteinsvegi 8. Sambúðarkona hans Guðrún Egilsdóttir.
4. Jónas Ewald Jónasson, f. 2. október 1962 að Illugagötu 11, d. 1. mars 1987. Kona hans Guðrún Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.