Sigurbjörg Helena Jónasdóttir
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir, húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Flataskóla í Garðabæ fæddist 10. mars 1951.
Foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 21. desember 1928, d. 14. mars 1998, og kona hans Ursula Marie Helene Quade Guðmundsson frá Stettin í Þýskalandi, húsfreyja, f. 17. janúar 1931.
Börn Úrsúlu og Jónasar:
1. Sigurbjörg Helena Jónasdóttir, f. 10. mars 1951. Maður hennar Halldór Almarsson.
2. Ómar Jónasson, f. 19. júní 1953 að Hásteinsvegi 8, d. 16. maí 2014. Kona hans Kristín Björgvinsdóttir.
3. Richard Guðmundur Jónasson, f. 7. janúar 1956 á Hásteinsvegi 8. Kona hans Guðrún Egilsdóttir.
4. Jónas Ewald Jónasson, f. 2. október 1962 að Illugagötu 11, d. 1. mars 1987. Kona hans Guðrún Jóhannsdóttir.
Þau Halldór giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Sigurbjargar Helenu er Halldór Almarsson, skipstjóri, f. 19. ágúst 1952.
Börn þeirra:
1. Sonja Margrét Halldórsdóttir, f. 17. janúar 1970.
2. Anna Lena Halldórsdóttir, f. 7. desember 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Siguurbjörg Helena.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.