Jóna Dóra Kristinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Dóra Kristinsdóttir.

Jóna Dóra Kristinsdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 25. september 1954.

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Kristinn Pálsson útgerðarmaður, f. í Eyjum 20. ágúst 1926, d. 4. okt. 2000, Páls Sigurgeirs útgerðarmanns og skipstjóra í Þingholti þar, f. 8. okt. 1900, d. 31. jan. 1951, Jónasar Péturs Jónssonar rafveitustjóra á Eskifirði og konu Jónasar Péturs, Margrétar Pálsdóttur. Móðir Kristins og kona Páls var Þórsteina húsfreyja í Þingholti, f. 22. jan. 1904, d. 23. nóv. 1991, Jóhanns á Brekku, f. 1877, d. 1931, Jóns Vigfúsar Vigfússonar (amma Jóns Vigfúsar var Guðfinna Guðmundsdóttir ljósmóðir) og konu Jóhanns á Brekku, Kristínar húsfreyju, f. 1878, d. 1926, Árnadóttur.
Móðir Jónu Dóru er Þóra skurðhjúkrunarfræðingur og húsfreyja, f. 13. apríl 1930, Magnúsar bakarameistara og útgerðarmanns, f. 2. okt. 1898 í Rvk, d. 9. des. 1961, Bergs skipstjóra og útgerðarmanns Jónssonar og konu (9. sept. 1924) Magnúsar, Halldóru húsfreyju (Dóru Bergs) frá Bolungarvík, f. 7. sept. 1903, d. 12. júní 1942, Valdemars Samúelssonar frá Miðdalsgröf, f. 1882, d. 1961 og konu Valdimars, Hávarðínu Hávarðardóttur.
Hávarðína var systir Halldórs á Smáhömrum, ættföður Drífu Björnsdóttur ljósmóður. Þau voru bæði komin af Þuríði Þiðriksdóttur í Ögri, en hún var dóttir Þiðriks Ólafssonar í Geirshlíð í Flókadal í Borg., ættföður Guðnýjar Bjarnadóttur ljósmóður í Eyjum og Þorsteins Víglundssonar skólastjóra og sparisjóðsstjóra.

I. Barnsfaðir Jónu Dóru er Guðmundur Kristinn Sigurgeirsson, f. 24. desember 1955.
Barn þeirra:
1. Kristinn Geir Guðmundsson starfsmaður Símans, f. 20. maí 1980. Sambúðarkona hans Sylvía Rún Ellertsdóttir.

II. Maður Jónu Dóru, (19. júní 1999), er Björgvin Þorsteinsson lögfræðingur í Reykjavík, f. 27. apríl 1953. Barn hans er Steina Rósa, f. 6. nóv. 1976.

Nám og störf

Jóna Dóra lauk verzlunarprófi við Verzlunarskóla Íslands 1973, ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 27. sept. 1980, hjúkrunarprófi við Hjúkrunarskóla Íslands 1985. Hún lauk prófi í uppeldis - og kennslufræði við Háskóla Íslands 1997.
Meðan á námi stóð vann hún sem ljósmóðir á Landspítalanum. Hún vann við Landspítalann frá jan. 1981 – sept. 1982; hún var ljósmóðir í Eyjum 1. júlí 1985- 8. febrúar 1988, vann á læknastofu Hallgríms Magnússonar í nokkra mánuði 1988, var hjúkrunarforstjóri á Vogi 1989 – 1994. Jóna Dóra var kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti frá jan. 1996 – 2002. Hún starfaði við Miðstöð mæðraverndar hjá Heilsugæzlunni í Reykjavík í ágúst 2001-2006, var yfirljósmóðir þar 2006-2010.
Þau Björgvin keyptu og ráku Islandia Hotel Núpar í Fljótshverfi í V.-Skaft. 2010-2014.



Heimildir

  • Upphaflegur höfundur var Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár.
  • Garður.is.
  • Gils Guðmundsson. Frá yztu nesjum, vestfirzkir sagnaþættir V. Reykjavík, 1949.
  • Jóna Dóra Kristinsdóttir, viðtal.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands,1984.
  • Vestfirzkar ættir. Reykjavík, 1968.
  • Þóra Magnúsdóttir, viðtal.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.