Jón Trausti Bragason
Jón Trausti Bragason tölvunarfræðingur fæddist 21. ágúst 1961.
Foreldrar hans voru Bragi Jónsson frá Mörk við Hásteinsveg 13, húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 30. ágúst 1931, d. 11. mars 2004, og kona hans Herborg Jónsdóttir frá Herríðarhóli í Ásahreppi, húsfreyja, starfsmaður á sambýli aldraðra, f. 4. maí 1936, d. 7. desember 2005.
Börn Herborgar og Braga:
1. Sigríður Bragadóttir húsfreyja, kennari í Reykjavík, f. 4. júlí 1960. Maður hennar Kjartan Lilliendahl.
2. Jón Trausti Bragason tölvunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 21. ágúst 1961. Kona hans Kristín Laufey Reynisdóttir.
3. Tómas Bragason húsasmiður, f. 14. júní 1964. Fyrrum sambýliskona hans Sigrún Edda Sigurðardóttir.
4. Hermann Kristinn Bragason bifvélavirki, f. 21. nóvember 1965. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
Jón Trausti var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði tölvunarfræði og starfar hjá Landspítalanum.
Þau Kristín Laufey giftu sig 2002, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hafnarfirði.
I. Kona Jóns Trausta, (1. júní 2002), er Kristín Laufey Reynisdóttir húsfreyja, kennari, f. 10. júlí 1963. Foreldrar hennar Reynir Kristjánsson, f. 19. júní 1943, og Elínborg Margrét Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 6. nóvember 1944, d. 22. apríl 2022.
Börn þeirra:
1. Bjarki Þór Jónsson tölvunarfræðingur, f. 2. júlí 2000. Unnusta hans Denisa.
2. Hannes Örn Jónsson leikskólaliði, lærir rafvirkjun, f. 20. september 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Jón og Kristín.
- Morgunblaðið 19. mars 2004. Minning Braga.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.