Hermann Kristinn Bragason
Hermann Kristinn Bragason, bifvélavirki fæddist 21. nóvember 1965.
Foreldrar hans Bragi Jónsson, húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 30. október 1931, d. 11. mars 2004, og kona hans Herborg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 4. maí 1936, d. 7. desember 2005.
Börn Herborgar og Braga:
1. Sigríður Bragadóttir húsfreyja, kennari í Reykjavík, f. 4. júlí 1960. Maður hennar Kjartan Lilliendahl.
2. Jón Trausti Bragason tölvunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 21. ágúst 1961. Kona hans Kristín Laufey Reynisdóttir.
3. Tómas Bragason húsasmiður, f. 14. júní 1964. Fyrrum sambýliskona hans Sigrún Edda Sigurðardóttir.
4. Hermann Kristinn Bragason bifvélavirki, f. 21. nóvember 1965. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
Þau Jóhanna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.
I. Kona Hermanns Kristins er Jóhanna Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 6. febrúar 1967. Foreldrar hennar Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson, f. 29. júní 1934, d. 19. mars 2024, og Stefanía Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 5. apríl 1934, d. 13. desember 2004.
Börn þeirra:
1. Ásdís Birna Hermannsdóttir, f. 24. október 1992.
2. Kristinn Freyr Hermannsson, f. 20. júní 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.