Vigdís Jónsdóttir (Fitjarmýri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigdís Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja á Fitjarmýri u. V- Eyjafjöllum, fæddist 1765 og lést 19. ágúst 1840.
Foreldrar hennar voru Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1734, d. 1774, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 7. september 1813.

Vigdís missti föður sinn 9 ára gömul.
Hún mun hafa flust með móður sinni og systkinum undir Eyjafjöll skömmu síðar.
Hún var húsfreyja á Fitjarmýri u. V-Eyjafjöllum 1801, bjó þar með Magnúsi og tveim börnum þeirra, - enn 1816 með þrem börnum, Ólöfu, Magnúsi og Árna.
1835 voru hjónin hjá Ólöfu dóttur sinni, húsfreyju á Fitjarmýri.
Vigdís lést 1840.

Maður Vigdísar var Magnús Þorláksson bóndi á Fitjarmýri, f. 1760 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 22. maí 1843.
Börn þeirra hér:
1. Ólöf Magnúsdóttir húsfreyja á Fitjarmýri, f. 9. október 1795 á Tjörnum, d. 12. júlí 1864.
2. Magnús Magnússon bóndi í Strandarhjáleigu í V-Landeyjum, f. 28. apríl 1805 á Tjörnum, d. 22. mars 1847.
3. Árni Magnússon bóndi á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum, f. 1. mars 1807 á Fitjarmýri, d. 28. október 1871. Hann var faðir Geirdísar Árnadóttur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.