Sigurður Sigurðsson (vélstjóri)
Sigurður Sigurðsson vélstjóri fæddist 13. júní 1895 og lést 21. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason járnsmiður í Hafnarfirði, vélstjóri í Keflavík, f. 14. september 1852, d. 26. mars 1922, og Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1859, d. 10. mars 1929.
Sigurður var með foreldrum sínum í Garðshorni 1 í Útskálasókn 1901, í Keflavíkursókn 1910.
Hann var vélstjóri á báti í Keflavík 1920, í Eyjum 1925, vélamaður í Keflavík 1930.
Hann eignaðist barn með Jósefínu 1920 í Keflavík.
Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust sex börn.
I. Barnsmóðir Sigurðar var Jósefína Jósefsdóttir verkakona í Keflavík, f. 21. september 1890, d. 28. mars 1975.
Barn þeirra:
1. Ósk Sigurrós Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1920, d. 5. ágúst 1978.
II. Kona Sigurðar var Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980.
Börn þeirra:
1. Ólöf Lilja Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1921, d. 26. maí 2007.
2. Marteinn Brynjólfur Sigurðsson, f. 24. júlí 1923, d. 14. desember 2014.
3. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 28. apríl 1925, d. 18. júní 2004.
4. María Sigurðardóttir, f. 14. september 1926, d. 2. febrúar 1927.
5. Friðrik Hafsteinn Sigurðsson, f. 27. apríl 1929, d. 25. júní 1993.
6. Gunnlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 15. mars 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.