Jón Ásmundsson (Gjábakka)
Jón Ásmundsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 1. desember 1799 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og drukknaði 3. ágúst 1826.
Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar vinnumaður, f. 1766 þar, d. 16. júní 1859 í Borgareyrum u. Eyjafjöllum, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja og síðan vinnukona, en síðast hjá Gísla á Vilborgarstöðum, f. 1766 í Miðey í A-Landeyjum, d. 1. júlí 1840 á Vilborgarstöðum.
Bræður Jóns í Eyjum voru:
1. Halldór Ásmundsson bóndi í Stóra-Gerði, skírður 24. júlí 1793, d. 4. maí 1837.
2. Magnús Ásmundsson vinnumaður í Kastala, f. 1. maí 1795, d. 15. september 1856.
3. Gísla Ásmundssonar bóndi á Vilborgarstöðum, skírður 26. mars 1801, d. 9. maí 1844.
Jón var fátæklingur í A-Landeyjum 1801, var léttadrengur á Skíðbakka 1816.
Hann fluttist frá Skíðbakka í A-Landeyjum að Vilborgarsöðum 1817, var 21 árs vinnumaður á Gjábakka 1820-1822.
Hann var bóndi í Búð í Þykkvabæ 1826, drukknaði 3. ágúst 1826.
I. Barnsmóðir hans var Guðrún Guðmundsdóttir, þá vinnukonu á Gjábakka, síðar húsfreyja á Steinsstöðum, f. 27. október 1794, d. 7. júlí 1848.
Barn þeirra var
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 31. ágúst 1822, d. 31. ágúst 1822 úr ginklofa.
II. Kona Jóns, (13. júlí 1825), var Ingibjörg Benediktsdóttir húsfreyja og bóndi í Búð í Þykkvabæ, f. 16. júlí 1798, d. 18. febrúar 1836.
Barn þeirra var
Sólveig Jónsdóttir, f. 21. apríl 1825, d. 3. nóvember 1827.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.