Jónína Jónsdóttir (Grafarholti)
Jónína Jónsdóttir frá Arkarlæk í Skilmannahreppi, Borg., húsfreyja í Grafarholti við Kirkjuveg 13 fæddist 7. febrúar 1884 og lést 1970.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 20. febrúar 1843 í Hækingsdal í Kjós, d. 25. janúar 1917 í Eyjum, og kona hans Kristín Gísladóttir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, húsfreyja, f. 26. ágúst 1850, d. 10. febrúar 1917 í Eyjum.
Jónína var með foreldrum sínum, á Innri-Galtarlæk í Garðasókn í Borg. 1890, var vinnuhjú í Ánanaustum 5 í Reykjavík 1901.
Þau Guðmundur giftu sig 1906, eignuðust barn sitt í Reykjavík 1908, komu úr Reykjavík til Eyja 1910, bjuggu í Grafarholti á því ári og uns þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar við Bárugötu 13 1930.
I. Maður Jónínu, (1906), var Guðmundur Benediktsson, fiskimatsmaður, f. 20. júlí 1879 í Staðarhraunssókn á Mýrum, d. 1963.
Barn þeirra:
1. Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja í Danmörku, f. 29. desember 1908. Maður hennar, (29. júlí 1949), Henning Laudrup Thostrup Jensen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.