Guðmundur Benediktsson (Grafarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Benediktsson í Grafarholti við Kirkjuveg 13, fiskimatsmaður fæddist 20. júlí 1879 í Fíflholtum í Staðarhraunssókn á Mýrum og lést 1963.
Foreldrar hans voru Benedikt Ármannsson bóndi, f. 12. júní 1856, d. 26. ágúst 1924 og kona hans Ása Halldóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1858, d. 16. ágúst 1948.

Benedikt var með foreldrum sínum í Fíflholtum 1880.
Hann var fiskimatsmaður í Eyjum.
Þau Jónína giftu sig 1906, eignuðust barn sitt í Reykjavík 1908, komu úr Reykjavík til Eyja 1910, bjuggu í Grafarholti á því ári og 1920, fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar við Bárugötu 13 1930.
Guðmundur lést 1963 og Jónína 1970.

I. Kona Guðmundar, (1906), var Jónína Jónsdóttir frá Arkarlæk í Skilmannahreppi, Borg., f. 7. febrúar 1884, d. 1970.
Barn þeirra:
1. Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja í Danmörku, f. 29. desember 1908. Maður hennar, (29. júlí 1949), Henning Laudrup Thostrup Jensen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.