Kristín Gísladóttir (Grafarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Gísladóttir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, húsfreyja fæddist 8. ágúst 1850 og lést 10. febrúar 1917.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason bóndi í Fitjakoti á Kjalarnesi, f. 19. mars 1824, d. 21. júlí 1884, og fyrri kona hans Þóra Árnadóttir húsfreyja, f. 1828, d. 29. júní 1856.

Þau Jón giftu sig 1873, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ung.
Þau bjuggu í Galtarvík í Skilmannahreppi, Borg., á Arkarlæk þar, á Hamri þar, komu til Reykjavíkur frá Hamri þar 1901, bjuggu í Ánanaustum í Reykjavík 1910.
Hún flutti með Jóni að Grafarholti í Eyjum til Jónínu dóttur sinnar 1911, bjuggu hjá henni til dánardægurs 1917.

I. Maður Kristínar, (16. maí 1873), var Jón Jónsson frá Hækingsdal í Kjós, bóndi, f. 20. febrúar 1843, d. 25. janúar 1917.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Sigurjóna Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1876, d. 6. janúar 1923. Maður hennar Þórarinn Guðmundsson skipstjóri.
2. Guðríður Jónsdóttir í Ánanaustum, f. 24. janúar 1878, d. 9. febrúar 1902.
3. Guðríður Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1879, d. sama dag.
4. Gísli Jónsson, f. 1881, d. 25. júní 1882.
5. Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1884, d. 1970.
6. Kristinn Jónsson, f. 20. mars 1888, fórst á Emilíu 7. apríl 1906.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.