Jóhanna Ragnarsdóttir (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ragnarsdóttir frá Garðhúsum við Kirkjuveg 14, húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi fæddist 12. júlí 1941 í Garðhúsum.
Foreldrar hennar voru Ragnar Jónsson sjómaður, f. 21. júní 1917, d. 5. nóvember 1996, og kona hans Ragnheiður Helgadóttir húsfreyja, f. 31. maí 1917, d. 22. júní 1974.

Jóhanna var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Húsavíkur.
Þau Einar Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu lengst í Reykjavík, en í Boðaþingi 12 í Kópavogi frá 2014.
Einar lést 2021 á Hrafnistu í Boðaþingi.

I. Maður Jóhönnu var Einar Sigurður Björnsson frá Siglunesi við Siglufjörð, húsasmíðameistari, f. þar 29. september 1942, d. 9. apríl 2021. Foreldrar hans voru Björn Jónsson útvegsbóndi á Siglunesi, f. 8. nóvember 1885 á Ytri-Á í Ólafsfirði, d. 7. september 1949, og kona hans Sigrún Ásgrímsdóttir frá Siglunesi, húsfreyja, f. 27. júní 1893, d. 17. febrúar 1973.
Börn þeirra:
1. Ragnar Heiðar Einarsson, f. 13. júlí 1959. Fyrrum kona hans Erla Margeirsdóttir.
2. Sigrún Björg Einarsdóttir, f. 17. október 1973, d. 27. september 2020. Maður hennar Kristinn Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.