Jógvan Hansen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Joen Edvard Jacob Hansen (Jógvan).

Joen Edvard Jacob Hansen (Jógvan) frá Færeyjum, sjómaður, útgerðarmaður, afgreiðslumaður fæddist þar 26. júní 1915 og lést 17. september 2011 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Hans Jacob Hansen og Petra Joensen.

Jógvan hóf snemma sjómennsku, kom 14 ára á Íslandsmið á skútu án vélar. Hann reri á opnum bátum frá Bakkafirði með föður sínum og bræðrum yfir sumartímann, en í Færeyjum að vetrinum. Hann flutti til landsins 1942.
Jógvan stundaði sjómennsku í Eyjum, átti 27 tonna bát og reri á honum. Síðustu árin var hann afgreiðslumaður hjá ÁTVR.
Hann orti ljóð og skrifaði sögur, lagði stund á bókband og esperantó.
Jógvan var formaður Færeyingafélagsins í Eyjum.
Þau Ester giftu sig 1941, eignuðust sjö börn. Þau fluttu til Eyja 1951, bjuggu í Langa Hvammi við Kirkjuveg 41, síðan við Breiðabliksveg 3.
Ester lést 2003 og Jógvan 2011.

I. Kona Jógvans, (5. júní 1941), var Ester Hjálmarsdóttir frá Bjargi í Bakkafirði, húsfreyja, forstöðukona, f. þar 19. júní 1922, d. 14. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Hansen, f. 11. ágúst 1941. Kona hans María Björk Eiðsdóttir, látin.
2. Sonja Hansen, f. 25. janúar 1944. Maður hennar Þórður Helgi Ólafsson.
3. Sædís Hansen, f. 25. september 1946. Maður hennar Svein Raastad.
4. Vigdís Hansen, f. 24. september 1951. Maður hennar Matthías Nóason.
5. Ágústína Hansen, f. 30. desember 1954 í Eyjum. Maður hennar Jóhann Salómon Andrésson.
6. Sigríður Petrea Hansen, f. 20. maí 1959. Maður hennar Magnús Kristleifur Kristleifsson.
7. Hans Hjálmar Hansen, f. 7. janúar 1961. Kona hans Sigurborg Birgisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.