Hans Hjálmar Hansen
Hans Hjálmar Hansen fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Laugarvatni árið 1981 og prófi í Landafræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Hans hefur unnið ýmis störf tengd kortagerð hjá Landmælingum og Náttúrufræðistofnun Íslands. Árið 2000 tók hann við kortadeild Verkfræðistofunnar Hnits hf. Hans er af sérfræðingum talinn einn af fremstu kortagerðarmönnum heims.
Hans hefur gefið út fjölda korta og kortabóka. Í ágúst 2006 vann „Íslandsatlasinn“ til þrennra verðlauna á stórri alþjóðlegri kortasýningu, m.a. sem besti atlasinn og heildarverðlaun yfir alla flokka.
Heimildir
Frekari umfjöllun
Hans Hjálmar Hansen, landfræðingur, kortagerðarmaður fæddist 24. september 1951.
Foreldrar hans Joen Edvard Jakob Hansen (Jógvan) frá Færeyjum, sjómaður, útgerðarmaður, afgreiðslumaður, f. 26. júní 1915, d. 17. september 2011, og kona hans Ester Hjálmarsdóttir Hansen, húsfreyja, forstöðumaður leikskóla, f. 18. júní 1922, d. 14. maí 2003.
Börn Esterar og Jógvans:
1. Ingólfur Valdimar Jógvan Hansen, f. 11. ágúst 1941. Kona hans María Björk Eiðsdóttir, látin.
2. Sonja Jógvan Hansen, f. 25. janúar 1944. Maður hennar Þórður Helgi Ólafsson.
3. Sædís Hansen, f. 25. september 1946. Maður hennar Svein Raastad.
4. Vigdís Hansen, f. 24. september 1951. Maður hennar Matthías Nóason.
5. Ágústína Hansen, f. 30. desember 1954 í Eyjum. Maður hennar Jóhann Salómon Andrésson.
6. Sigríður Petra Hansen, f. 20. maí 1959. Maður hennar Magnús Kristleifur Kristleifsson.
7. Hans Hjálmar Hansen, f. 7. janúar 1961. Kona hans Sigurborg Birgisdóttir.
Þau Sigurborg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Kona Hans Hjálmars er Sigurborg Birgisdóttir, húsfreyja, kennari, f. 2. ágúst 1963. Foreldrar hennar Birgir Scheving, f. 2. september 1941, d. 2. júlí 2023, og Guðbjörg Karólína Hákonardóttir, f. 23. september 1940.
Börn þeirra:
1. Birgir Jakob Hansen, f. 16. nóvember 1986.
2. Karólína Hansen, f. 21. apríl 1989.
3. Ester Hjálmarsdóttir Hansen, f. 23. október 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hans Hjálmar.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Birgis Schevings.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.