Ingveldur Þórarinsdóttir (Eystri Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingveldur Þórarinsdóttir.

Ingveldur Þórarinsdóttir frá Eystri Oddsstöðum, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 12. apríl 1902 á Norður-Fossi í Mýrdal og lést 29. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Árnason bóndi á Norður-Fossi og í Vík í Mýrdal, síðar bæjarfulltrúi í Eyjum og bóndi á Eystri Oddsstöðum, f. 13. júní 1865, d. 22. febrúar 1926 og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1863 á Grímsstöðum í V-Landeyjum, d. 9. janúar 1950 í Eyjum.

Börn Elínar og Þórarins voru:
1. Eyþór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri, f. 29. maí 1889, d. 19. febrúar 1968.
2. Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964.
3. Oddgeir Páll Þórarinsson formaður, vélstjóri á Rafstöðinni, f. 17. september 1893, d. 11. ágúst 1972.
4. Árni Guðbergur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 25. maí 1896, d. 18. janúar 1982.
5. Guðlaugur Guðni Þórarinsson öryrki, f. 2. janúar 1898, d. 15. september 1925.
6. Ingveldur Þórarinsdóttir verslunarmaður, f. 12. apríl 1902, d. 29. apríl 1994.
7. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1904, d. 23. nóvember 1997.
8. Júlíus Þórarinsson, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983.

Ingveldur var með foreldrum sínum í æsku, á Norður-Fossi til 1903, og í Vík 1903-1908. Þá fluttist hún með þeim til Eyja og var með með fjölskyldu sinni á Oddsstöðum 1910, Strandbergi 1920.
Þau Guðmundur giftu sig 1924, bjuggu í Miðgarði 1925, í Rafnsholti, (Kirkjuvegi 64) 1930 og þar bjó einnig Elín móðir Ingveldar og Elías Eyvindsson bróðir hennar.
Þau Guðmundur skildu 1934. Ingveldur var saumakona á Skólavegi 36, (Eskihlíð) 1940, leigði þar ásamt móður sinni, var verslunarmaður á Brekastíg 33 1945 og á Fífilgötu 3 1949.
Ingveldur átti gildan þátt í kórastarfi Vestmannakórs og Landakirkju svo og Hallgrímskirkju í Reykjavík síðar.
Hún fluttist til Reykjavíkur, dvaldi síðast á Skjóli.

Maður Ingveldar, (8. nóvember 1924, skildu 1934), var Guðmundur Helgason útgerðarmaður, veggfóðrari frá Steinum, f. 3. febrúar 1898, d. 13. maí 1983.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.