Ingvar Gíslason (Haukabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingvar Gíslason frá Grund á Stokkseyri, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, fæddist 7. júlí 1913 og lést 11. mars 1995.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason bóndi á Grund, f. 2. mars 1865 á Vestri-Rauðarhól á Stokkseyri, d. 6. desember 1934, og sambúðarkona hans Diðrika Jónsdóttir ekkja, fyrr húsfreyja í Hvíld á Stokkseyri, f. 29. maí 1872 í Króki í Hraungerðishreppi, d. 1. júní 1860.

Hálfbróðir Gísla, af sama föður,var
1. Grímur Gíslason skipstjóri, útgerðarmaður á Haukabergi, f. 20. apríl 1898, d. 31. mars 1980.

Ingvar var með foreldrum sínum á Grund í æsku, uns hann flutti til Eyja upp úr 1930.
Hann nam vélstjórn 1933-1934 og skipstjóraprófi lauk hann 1939.
Ingvar var vélstjóri á v.b. Kristbjörgu og síðar skipstjóri til 1946.
Hann var síðan vélstjóri á ýmsum skipum uns hann gerðist formaður á v.b. Tý hjá Einari Sigurðssyni árið 1953 og var með hann til ársins 1957. Haustið 1958 keypti hann svo v.b. Magnús Magnússon og gerði hann út til ársins 1975 er hann hætti til sjós þar sem hann hafði starfað í rúm 40 ár.
Þá varð hann vélstjóri í Fiskiðjunni til 1983, en síðast vann hann hjá fiskverkunarstöðinni Stakki.
Þau Guðbjörg giftu sig 1955. Þau bjuggu á Haukabergi.
Guðbjörg lést 1982. Ingvar bjó síðast á Kleifahrauni 2c. Hann lést 1995.

I. Kona Ingvars, (21. maí 1955), var Guðbjörg Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, f. þar 11. ágúst 1901, d. 5. maí 1982. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. mars 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.